Kvöldfréttir

Forsætisráðherra um COP28, gagnrýni á lífeyrissjóði og fordómar

29. nóvember 2023

Ísland mætir með mjög skýr markmið á 28. loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, sem segist hafa blendnar væntingar til þess hvort ráðstefnan sem byrjar á morgun skili árangri.

Hörður Guðbrandsson, formaður verkalýðsfélags Grindavíkur segir viðræður við lífeyrissjóðina um fella niður vexti og verðbætur af húsnæðislánum Grindvíkinga ganga illa.

Helmingur almennings er ekki tilbúinn eiga samskipti eða vingast við fólk sem á við fíknivanda stríða. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn Geðhjálpar sem Sigrún Ólafsdóttir prófessor við leiddi.

Útlit er fyrir þriðja árið í röð fjölgi þeim sem sækja um stuðning í Velferðarsjóð Eyjafjarðarsvæðis. Herdís Helgadóttir formaður sjóðsins segir hóp umsækjenda verða æ fjölbreyttari.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra segist taka eftir minnkandi orðaforða ungs fólks og það bitni á lesskilningi.

Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður Mark Eldred. Stjórn útsendingar: Annalísa Hermannsdóttir.

Frumflutt

29. nóv. 2023

Aðgengilegt til

28. nóv. 2024
Kvöldfréttir

Kvöldfréttir

Kvöldfréttir útvarps

Þættir

,