Kvöldfréttir

Sjálfstæðisflokkur með 18%, umskurður í heimahúsi, varnargarður rís

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með átján prósenta fylgi og hefur aldrei verið minni í könnunum Gallup. Miðflokkurinn hefur ekki mælst stærri í á þriðja ár.

Lögregla rannsakar hvort 17 mánaða drengur hafi verið umskorinn í heimahúsi á Akureyri. Leita þurfti með drenginn á sjúkrahús eftir umskurðinn.

Sex féllu í drónaárás Ísraels á Beirút í Líbanon í dag, þar á meðal einn helsti leiðtogi Hamas-samtakanna.

Framkvæmdir eru hafnar við varnargarð norðan við Grindavík. Unnið verður allan sólarhringinn.

Minnst fimmtíu eru látin eftir jarðskjálftann í Japan í gær.

Frumflutt

2. jan. 2024

Aðgengilegt til

1. jan. 2025
Kvöldfréttir

Kvöldfréttir

Kvöldfréttir útvarps

Þættir

,