Kvöldfréttir

Líkamsárás á Litla-Hrauni, vandi bænda og forsetaheimsókn í Reykjavík

23. nóvember 2023

Fangi réðst á annan fanga með eggvopni á Litla-Hrauni í dag. sem var stunginn var fluttur á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi en hvorki lögregla fangelsismálastjóri hafa upplýsingar um líðan hans.

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra segist taka ákall bænda vegna bráðavanda í greininni alvarlega en horfa verði til framtíðar og rýna í stöðu einstakra greina innan Bændasamtakanna. Síðari endurskoðun búvörusamninga er á lokastigi en þeir gilda út árið 2026.

Stjórn Gildis lífeyrissjóðs skoðar hvaða svigrúm gefst til fella niður lánakostnað Grindvíkinga. Sjóðurinn býður þeim frysta afborganir fasteignaláns í sex mánuði. Ströng lög um lífeyrissjóði takmarka svigrúm þeirra til gefa eftir lánagreiðslur. Einar Hannes Harðarson formaður Sjómanna og vélstjórafélags Grindavíkur segir lífeyrissjóðir verði gera eins og bankarnir.

Borun á tólfhundruð metra djúpri vinnsluholu er hefjast fyrir hitaveitu Blönduóss og Skagastrandar. Veitan annar ekki lengur eftirspurn eftir heitu vatni á veitusvæðinu.

?Framtíðin er flott og næsta kynslóð verður betri en þessi sem fær sér ís núna.? sögn Guðna Th. Jóhannessonar, forseta íslands. Sjálfur gæddi hann sér á ís í hverfissjoppu í Árbænum í í opinberri heimsókn í höfuðborginni.

Markmið evrópsku nýtnivikunnar er draga úr óþarfa neyslu og hvetja fólk til nýta hluti betur.

Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn útsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir

Frumflutt

23. nóv. 2023

Aðgengilegt til

22. nóv. 2024
Kvöldfréttir

Kvöldfréttir

Kvöldfréttir útvarps

Þættir

,