Kvöldfréttir

Eldsvoði, leitin að Jóni Þresti, eitur í endurvinnslu og Grindavík

Mikill eldur kom upp í dekkjaverkstæði í Fellsmúla í Reykjavík fyrir stuttu og voru allir tiltækir slökkviliðsbílar kallaðir út. Rætt við Benedikt Sigurðsson fréttamann á vettvangi.

Leit vegna hvarfs Jóns Þrastar Jónssonar í Dyflinni í dag bar ekki árangur. Írska lögreglan hefur leitað í almenningsgarði síðustu daga eftir því var haldið fram í bréfi líki hans hefði verið komið fyrir í garðinum.

Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur hafið rannsókn á eiturefnaleka hjá endurvinnslu bæjarins í dag. Starfsfólk leitaði læknis vegna óþæginda í augum og öndunarvegi. Ólöf Rún Erlendsdóttir ræðir við Ásgeir Hauksson, verkstjóra í Endurvinnslunni.

Eftir mikla vinnu við koma kerfum HR í lag eftir tölvuárás er kennsla aftur með hefðbundnum hætti. Hreinsa þurfti 500 tölvur eftir árásina. Rætt við Ragnhildi Helgadóttur rektor.

Bæjarstjórn Grindavíkur segir frumvarp um uppkaup megi ekki leiða til þess bærinn verði gefinn upp á bátinn, heldur þurfi vera hvati til snúa aftur heim í Grindavík.

Rúmar 45 milljónir króna hafa safnast fyrir Grindvíkinga. Þetta er stærsta sjálfstæða söfnun Rauða krossins til þessa. Óvíst er hvenær henni lýkur, segir Oddur Freyr Þorsteinsson.

Umsjón: Ævar Örn Jósepsson

Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon

Stjórn útsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir

Frumflutt

15. feb. 2024

Aðgengilegt til

14. feb. 2025
Kvöldfréttir

Kvöldfréttir

Kvöldfréttir útvarps

Þættir

,