Kvöldfréttir

Kvöldfréttir 30. mars 2024

Lítil og meðalstór fyrirtæki í Grindavík sem geta ekki hafið rekstur aftur horfa upp á fara í þrot, segir eigandi Stjörnufisks. Hann skorar á stjórnvöld finna þeim önnur úrræði.

Fjórir erlendir skíðamenn lentu í snjóflóði í Fnjóskadal síðdegis. Allir komust úr flóðinu en einn slasaðist á fæti.

Sífellt fleiri konur leita í kvennaathvarfið á Akureyri.

Sundlaugamenning Íslendinga gæti ratað inn á skrá UNESCO yfir óáþreifanlegan menningararf mannkyns. Menningarráðherra tilnefndi laugarnar formlega í vikunni.

Það verður æ algengara fólk taki börn úr skóla í lengri tíma vegna ferðalaga erlendis. Formaður kennarasambandsins segir þetta bitna á náminu, nauðsynlegt hafa samráð við skólana um frítöku.

Það fór um skipuleggjendur tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður þegar farþegavél hringsólaði yfir Vestfjörðum í drjúgan tíma. Um borð voru margir þeirra tónlistarmanna sem eiga spila í kvöld.

Frumflutt

30. mars 2024

Aðgengilegt til

30. mars 2025
Kvöldfréttir

Kvöldfréttir

Kvöldfréttir útvarps

Þættir

,