Kvöldfréttir

Fylgi Vinstri-grænna mælist minnst, síðbúið og langvinnt hret í spánni og rafmagn kemst á í Grindavík

Þingflokkur Vinstri grænna myndi þurrkast út, væri kosið nú, samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Samfylkingin mælist enn stærsti flokkurinn, með 30% fylgi.

Óvenju síðbúnu og langvinnu hreti er spáð í vikunni. Appelsínugular veðurviðvaranir gilda frá Ströndum, Vesturlandi og Vík í Mýrdal austur yfir landið vegna norðvestanstorms og hríðar.

Héraðsdómur Reykjaness sýknaði í dag Kolbein Sigþórsson, fyrrverandi knattspyrnumann, af ákæru fyrir kynferðisbrot gegn stúlkubarni.

Nigel Farage, nýr leiðtogi Umbótaflokks Bretlands og einn helsti leiðtogi Brexit-sinna, staðfesti í dag framboð sitt í komandi þingkosningum.

Íslenskir snyrtivöruframleiðendur þurfa ekki vottun til markaðssetja vöru sína sem lífræna. Herða þarf lagaumhverfið um ört vaxandi markað, segir verkefnastjóri Lífræns Íslands.

Frumflutt

3. júní 2024

Aðgengilegt til

3. júní 2025
Kvöldfréttir

Kvöldfréttir

Kvöldfréttir útvarps

Þættir

,