Kvöldfréttir

Fylgi VG minnkar, verkfall á Keflavíkurflugvelli í skoðun, vindorkugarður við Húsavík

Flokkur forsætisráðherra myndi detta af þingi í fyrsta skipti í sögunni ef kosið væri nú, samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallups. Vinstri græn næðu ekki neinu þingsæti ef kosið væri nú. Brynjólfur Þór Guðmundsson sagði frá.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, útilokar ekki verkfallsaðgerðir í Keflavíkurflugvelli. Félagsmenn þar vinni samkvæmt skipulagi sem þekkist ekki innan kjarasamninga félagsins og það þurfi leiðrétta. Á mánudag funda samninganefnd VR og Landssambands íslenskra verslunarmanna með trúnaðarmönnum í farþegasal á Keflavíkurflugvelli. Arnar Björnsson tók saman.

Útför rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalny fór fram í Moskvu í dag. Þúsundir fylgdust með útförinni og margir hrópuðu ókvæðisorð í garð rússneskra stjórnvalda. Ástrós Signýjardóttir sagði frá.

Auður Viðarsdóttir, framkvæmdastjóri Amnesty International á Íslandi, segir ákvörðun utanríkisráðherra um frysta fjárhagsstuðning til Palestínuflóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna óhóflega og vinna gegn mannréttindum. Samtökin boðuðu til mótmæla á Austurvelli í dag. Erla María Davíðsdóttir rætti við Auði og Árna Hjartarson sem var á fundinum.

Sveitarfélagið Norðurþing hefur heimilað Landsvirkjun hefja vindorkurannsóknir í nágrenni Húsavíkur. Rannsaka á möguleika þess reisa vindorkuver austan Húsavíkurfjalls þar sem heimilt verður reisa allt tuttugu vindmyllur. Ágúst Ólafsson sagði frá og talaði við Katrínu Sigurjónsdóttur sveitarstjóra.

Milljarðamæringurinn Elon Musk hefur höfðað mál gegn gervigreindarfyrirtækinu OpenAI og Sam Altman, framkvæmdastjóra þess. Fyrirtækið hafi farið gegn upphaflegu markmiði sínu um gagnsæi og betrun mannkynsins. Ragnar Jón Hrólfsson sagði frá.

Frumflutt

1. mars 2024

Aðgengilegt til

1. mars 2025
Kvöldfréttir

Kvöldfréttir

Kvöldfréttir útvarps

Þættir

,