Kvöldfréttir

PISA, húsnæðisstuðningur, náðun til að stytta boðunarlista

Börn með lakari félagslegan bakgrunn koma verr út í niðurstöðum PISA-könnunarinnar, en önnur börn. Forstjóri Menntamálastofnunar segir grípa verði til aðgerða strax.

Alþingi samþykkti í dag frumvarp innviðaráðherra um sértækan húsnæðisstuðning vegna náttúruhamfara í Grindavíkurbæ.

Samfylkingin kynnti kjarapakka í dag - þar er lagt til álag á veiðigjöld stórútgerða og afturkalla lækkun á bankaskatti.

Níu menn sem dæmir voru fyrir minniháttar brot voru náðaðir til þess eins stytta boðunarlista í fangelsi. Þetta kemur fram í úttekt Ríkisendurskoðunar á Fangelsismálastofnun.

Í dag undirrituðu fulltrúar Mílu og Farice samning um afhendingu á útlandasambandi til Mílu á Akureyri. Notendur nettenginga á norðurhelmingi landsins þar með beina tengingu við sæstrengi til útlanda í stað þess tengjast fyrst til Reykjavíkur eins og er.

Frumflutt

5. des. 2023

Aðgengilegt til

4. des. 2024
Kvöldfréttir

Kvöldfréttir

Kvöldfréttir útvarps

Þættir

,