Kvöldfréttir

Fylgi flokka, landamæri opnuð við Gaza og jarðhræringar

1. nóvember 2023

Fylgi stjórnmálaflokkanna stendur í stað á milli mánaða samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup og breytingar í ríkisstjórn virðast hafa lítil áhrif. Samfylkingin er langstærsti flokkurinn með 29% fylgi. Urður Örlygsdóttir sagði frá.

Sjötíu og sex Palestínumenn voru fluttir í dag frá Gazasvæðinu á sjúkrahús í Egyptalandi. Þúsundir til viðbótar þurfa á bráðri hjálp halda.

Nýjar mælingar sýna merki um kvikuinnskot á fjögurra kílómetra dýpi norðvestan við Þorbjörn á Reykjanesskaga. Vísindamenn búast við jarðskjálftavirkni haldi áfram næstu daga. Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri Bláa lónsins segir starfsemnn í viðbragðsstöðu en ekki þurfi loka lóninu svo stöddu. Höskuldur Kári Schram ræddi við hana.

Bæta á öryggi gangandi og hjólandi við Ásvelli í Hafnarfirði þar sem banaslys varð í vikunni. Sævar Guðmundsson, aðalvarðstjóri lögreglunnar í Hafnarfirði segir meðal annars eigi færa göngu- og hjólastíg til bregðast við slysinu. Ásta Hlín Magnúsdóttir ræddi við hann.

Breyta á lögreglulögum til auka valdheimildir lögreglu til afbrotavarna. Ekki náðist ljúka málinu á síðasta þingi en Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra telur samstöðu um það nú. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata segir enn skorta á eftirlitsþáttinn. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir talaði við þær.

Lögreglumönnum hefur fjölgað í takt við fólksfjölgun hér á landi síðustu tíu árin samkvæmt tölum dómsmálaráðuneytisins en Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna segir tölurnar ekki segja alla söguna.

Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn útsendingar Annalísa Hermannsdóttir

Frumflutt

1. nóv. 2023

Aðgengilegt til

31. okt. 2024
Kvöldfréttir

Kvöldfréttir

Kvöldfréttir útvarps

Þættir

,