Kvöldfréttir

Kvöldfréttir 23. ágúst 2023

Almannavarnaráðherra Svíþjóðar segir aðstoð standa til boða verði hennar óskað vegna hraðbrautarinnar sem fór í sundur norðan við Gautaborg í nótt. Almannavarnir Noregs hafa aðstoðað við leit og björgun í dag, en vegurinn liggur yfir landamæri ríkjanna.

Formanni bæjarráðs Reykjanesbæjar lýst vel á sameiningu við sveitarfélagið Voga. Hann telur fulla ástæðu til kanna kosti sameiningar til hlítar og segir tifinningar séu það eina sem standi í veginum.

Norsku kafararnir sem skutlað hafa eldislaxa í ám hér á landi síðustu daga náðu þrjátíu og einum laxi. Líklegt þykir annað kafarateymi taki við í næstu viku.

Þingvallanefnd nýtti fyrr í sumar forkaupsrétt sinn einu elsta sumarhúsinu í þjóðgarðinum, sem upphaflega var í eigu stofnanda Bifreiðastöðvar Steindórs. Þjóðgarðsvörður segir það skýrast á næstu vikum hvort sumarhúsið verði mögulega nýtt undir kaffihús.

Frumflutt

23. sept. 2023

Aðgengilegt til

22. sept. 2024
Kvöldfréttir

Kvöldfréttir

Kvöldfréttir útvarps

Þættir

,