Kvöldfréttir

Kvöldfréttir 05. ágúst 2023

Tveir voru handteknir í tengslum við vopnuð rán á höfuðborgarsvæðinu í dag. Aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu segir þeim sem fyrir urðu eðlilega hafa orðið mjög brugðið.

Umferðin hefur gengið stóráfallalaust fyrir sig í dag og hátíðahöld sömuleiðis. Lögreglan á Norðurlandi vestra segir umferðina þunga alla verslunarmannahelgina, ólíkt því sem áður var. Og kassabílarallý í Neskaupstað gekk stórslysalaust.

Samtök ríkja í Vestur-Afríku gætu ráðist inn í Níger, ef her landsins lætur forsetann ekki lausan úr haldi.

Úrgangur úr rotþróm fær nýjan tilgang í seyrustöðinni á Flúðum. Þar er frjósamur áburður unninn úr saurnum og dreift um bersvæði til uppgræðslu.

Frumflutt

5. ágúst 2023

Aðgengilegt til

4. ágúst 2024
Kvöldfréttir

Kvöldfréttir

Kvöldfréttir útvarps

Þættir

,