Kvöldfréttir

Kvöldfréttir 03. ágúst 2023

Leikskólagjöld í Kópavogi verða þau hæstu á höfuðborgarsvæðinu í næsta mánuði þegar gjaldskrá tekur gildi. Minnihlutinn í bænum leggst gegn breytingunum og ólga er meðal foreldra.

Frönsk stjórnvöld hafa flutt meira en þúsund manns frá Níger, þar sem herinn rændi völdum í síðustu viku. Bæði Bandaríkjamenn og Bretar hafa fækkað verulega í starfsliði sendiráða ríkjanna í Niamey, höfuðborg Níger.

Tónlistarkonan Lizzo segir ásakanir þriggja fyrrverandi starfsmanna helber ósannindi. Þeir hafa höfðað mál á hendur henni og saka hana um fordóma og illa meðferð.

Veðurfræðingur segir útlit fyrir gott veður víðast hvar um helgina. Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi biður fólk fara með gát og leggja snemma af stað í ferðalög.

Frumflutt

3. ágúst 2023

Aðgengilegt til

2. ágúst 2024
Kvöldfréttir

Kvöldfréttir

Kvöldfréttir útvarps

Þættir

,