Kvöldfréttir

Kvöldfréttir 02. ágúst 2023

Mismunandi sjónarmið og málamiðlanir eru eðlileg í samstarfi þriggja ólíkra flokka í ríkisstjórn segir varaformaður Framsóknarflokksins. Ríkisstjórnin hafi sterkt umboð.

Donald Trump kveðst aldrei hafa fundið fyrir eins miklum stuðningi og eftir tilkynnt var um ákæru á hendur honum í gær.

Leiðsögumaður sem dvaldi í Landmannalaugum um helgina segir umgengni á salernum og búningaaðstöðu með því versta sem hann hafi séð. Staðahaldarar harma þá upplifun.

Arnarstofninn á Íslandi hefur rétt vel úr kútnum en á tímabili var hann í útrýmingarhættu. Varpið í ár er með allra mesta móti og rúmlega níutíu pör eru á Íslandi.

Þjóðverjar - ein mesta bjórdrykkuþjóð í heimi - drekka meira af áfengislausum bjór en nokkru sinni fyrr. Framleiðsla á slíkum bjór hefur næstum tvöfaldast á síðustu tíu árum en neysla á venjulegum bjór hefur dregist saman.

Frumflutt

2. ágúst 2023

Aðgengilegt til

1. ágúst 2024
Kvöldfréttir

Kvöldfréttir

Kvöldfréttir útvarps

Þættir

,