Kvöldfréttir

Kvöldfréttir 31. júlí 2023

Forseti Kirkjuþings vill flýta biskupskjöri og harmar óvissa hafi skapast um stöðu biskups.

Sex eru látnir og sjötíu og fimm særðir eftir árás á íbúðarhús í heimaborg Úkraínuforseta í morgun.

Settur forstjóri Skipulagsstofnunar segist vona tekið verði tillit til ábendinga sem stofnunin gerir við fyrirhugaða uppbyggingu í Landmannalaugum. Framkvæmdirnar megi ekki verða til þess álag á náttúruna aukist.

Ung kona sem notar hjólastól segir fólk sem notar hjólastól þurfa láta allt of mikið yfir sig ganga til njóta sama ferðafrelsis og aðrir. Flugvellir og flugfélög þurfi endurskoða viðhorf sín til fatlaðra.

Bifvélavirkjameistari segir rafbíla bila sjaldnar en eldsneytisbíla. Bifvélavirkjar séu almennt vel undirbúnir til gera við rafbíla sem eru ekki svo ólíkir hefðbundnum og sambærilegum bensínbílum.

Frumflutt

31. júlí 2023

Aðgengilegt til

30. júlí 2024
Kvöldfréttir

Kvöldfréttir

Kvöldfréttir útvarps

Þættir

,