Kvöldfréttir

Kvöldfréttir 24. júlí 2023

Ísraelska þingið hefur samþykkt fyrsta hluta umdeildra breytinga á dómskerfi landsins, sem dregur úr völdum hæstaréttar. Frumvarpinu hefur verið mótmælt allar helgar frá því það leit fyrst dagsins ljós fyrir um hálfu ári.

Yfirfullir grenndargámar hafa gert Reykvíkingum lífið leitt síðustu vikur. Millibilsástand vegna breytinga á sorphirðu, segir forstjóri endurvinnslufyrirtækis.

Nýrri rannsókn er ætlað varpa ljósi á háttalag og uppeldisstöðvar lúsmýsins, sem hefur hreiðrað um sig í flestum landshlutum. Prófessor telur næsta víst hingað berist fleiri skordýr af þessu tagi.

Enn er verið slökkva gróðurelda við gosstöðvarnar á Reykjanesskaga. Slökkvistjórinn í Grindavík segir alltaf hættu á eldarnir nái sér á strik aftur þegar ekkert rignir og gosið heldur áfram.

Þyrluflug um Reykjavíkurflugvöll hefur þrefaldast eftir gosið hófst.

Frumflutt

24. júlí 2023

Aðgengilegt til

23. júlí 2024
Kvöldfréttir

Kvöldfréttir

Kvöldfréttir útvarps

Þættir

,