Kvöldfréttir

Kvöldfréttir 21. júlí 2023

Gráblá móða blasti við íbúum suðvesturhornsins í morgun og þokaðist áfram austur á bóginn með deginum. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur segir þetta eldri gosmengun úr gosinu við Litla-Hrút.

Rannsóknar og menntamálaráðherra Noregs sagði af sér í dag vegna brota á siðareglum ríkisstjórnar landsins. Hann hafði setið fund stjórnvalda um milljarða samninga við vopnaframleiðanda sem hann tengist.

Rafvæðing vörubílaflotans er hafin en hefur ekki gengið snurðulaust fyrir sig. Tvö fyrirtæki af ellefu sem keyptu rafknúna vöruflutningabíla hafa valið skila þeim aftur þar sem innviðir í landinu stóðu ekki undir væntingum.

Druslugöngur verða á tveimur stöðum á landinu um helgina; í Reykjavík og á Sauðárkróki.

Frumflutt

21. júlí 2023

Aðgengilegt til

20. júlí 2024
Kvöldfréttir

Kvöldfréttir

Kvöldfréttir útvarps

Þættir

,