Kvöldfréttir

Kvöldfréttir 19. júlí 2023

Slökkviliðið hefur kært eiganda gluggalauss kjallara við Miklubraut í Reykjavík, þar sem fjögurra manna fjölskylda bjó við bágan kost. Eigandinn er kærður fyrir brot á brunavarnalögum en kæran verður ekki birt.

Gosstöðvunum við Litla-Hrút var lokað klukkan fimm í dag vegna slæms skyggnis. Lögreglan ætlar síðar í kvöld ýta við fólki koma sér af svæðinu. Allt útsýnisflug yfir gosstöðvunum var bannað í morgun vegna framkvæmda á Keflavíkurflugvelli.

Yfirstandandi júlímánuður stefnir í verða heitasti í heimi frá því mælingar hófust. Hitabylgjan á norðurhveli jarðar sækir í sig veðrið og áfram er spáð steikjandi hita út mánuðinn.

Samkeppniseftirlitið hefur lagt þriggja og hálfrar milljónar króna dagsektir á sjávarútvegsfyrirtækið Brim fyrir hafa ekki veitt nauðsynlegar upplýsingar í þágu rannsóknar eftirlitsins.

Frumflutt

19. júlí 2023

Aðgengilegt til

18. júlí 2024
Kvöldfréttir

Kvöldfréttir

Kvöldfréttir útvarps

Þættir

,