Kvöldfréttir

Kvöldfréttir 10. júlí 2023

Eldgos hófst í dag á Reykjanesskaga. Þrír kvikustrókar standa upp úr 200 metra langri sprungu, norðvestur af Litla-Hrúti sem er norðan fyrri gosstöðva. Við ræddum við Benedikt Ófeigsson jarðeðlisfræðingur á veðurstofunni - hann stendur upp á litla hrút ofan við gosið og synist sprungurnar vera sameinast.

Vindur er mjög hægur á gossvæðinu og mökkur og gas berst ekki langt með vindi. Fólk er beðið um fara ekki af stað á svæðið. Lögregla á fullt í fangi með lokanir.

Prófessor í jarðeðlisfræði segir eldgosið lítið, enn sem komið er, en of snemmt segja til um hvernig það þróast.

Íbúar í Vogum sjá gosmökkinn vel, en reykinn leggur þó ekki yfir bæinn enn sem komið er.

Frumflutt

10. júlí 2023

Aðgengilegt til

9. júlí 2024
Kvöldfréttir

Kvöldfréttir

Kvöldfréttir útvarps

Þættir

,