Kvöldfréttir

Kvöldfréttir 07. júlí 2023

Kvika færist nær yfirborðinu á Reykjanesskaga og innflæðið er mun hraðara en í aðdraganda gossins í fyrra. Lítið hefur dregið úr ásókn ferðamanna þrátt fyrir viðvaranir.

Settur ríkisendurskoðandi telur ríkið hafi orðið af miklum verðmætum vegna vinnubragða stjórnenda Lindarhvols. Hann gerir margar athugasemdir við starfsemi félagsins í greinargerð sem var birt í gær.

Ísraelskir hermenn skutu þrjá Palestínumenn á Vesturbakkanum í dag. Á þriðja hundrað hafa fallið í átökum það sem af er ári.

Metanvinnsla sem hófst á Glerárdal við Akureyri fyrir rúmum áratug virðist brátt á enda. Akureyrarbær ætlar ekki endurnýja strætisvagna sem ganga fyrir metani.

Veðurhorfur: Norðaustan fimm til fimmtán metrar í kvöld, hvassast við suðausturströndina. Léttskýjað á Norður- og Vesturlandi, en súld eða rigning suðaustan til. Suðlæg eða breytileg átt þrír til tíu á morgun og víða bjart veður, en skýjað og dálítil væta suðaustan til. Hiti fjórtán til tuttugu og þrjú stig.

Frumflutt

7. júlí 2023

Aðgengilegt til

6. júlí 2024
Kvöldfréttir

Kvöldfréttir

Kvöldfréttir útvarps

Þættir

,