Kvöldfréttir

Kvöldfréttir 06. júlí 2023

Greinargerð setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol var birt á vef Pírata í dag. Þar lýsir hann þeirri skoðun sinni brýnt ríkissaksóknari taki málefni Lindarhvols til efnislegrar meðferðar og afgreiðslu.

Stærstu skjálftarnir á Reykjanesskaga mælast nær Kleifarvatni, norðaustan við það svæði sem mesta virknin er á milli Litla Hrúts og Keilis.

Stærsti samningur í sögu Icelandair var undirritaður við flugvélaframleiðandann Airbus í dag. Heildarupphæð samningsins hleypur á hundruðum milljarða króna.

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, segja gögn sem þeim bárust frá matvælaráðuneytinu í gær sýna fram á Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hafi virt vettugi ráðleggingar sérfræðinga innan matvælaráðuneytisins við ákvörðun um stöðva hvalveiðar. Matvælaráðuneytið segir það rangt.

skýrsla sýnir slæma stöðu kvenfanga á Íslandi. Blöndun kynja í fangelsum er beinlínis sögð ógn við öryggi kvenna.

Veðurhorfur: Norðaustan þrír til tíu metrar, en átta til fimmtán suðaustantil. Bjart með köflum, en skýjað á austanverðu landinu og sums staðar dálítil væta. Hiti átta til átján stig, hlýjast sunnan heiða. Svipað veður á morgun, en bætir heldur í vind eftir hádegi. Hlýnar í veðri. Fer rigna á Suðaustur- og Austurlandi annað kvöld.

Frumflutt

6. júlí 2023

Aðgengilegt til

5. júlí 2024
Kvöldfréttir

Kvöldfréttir

Kvöldfréttir útvarps

Þættir

,