Kvöldfréttir

Kvöldfréttir 03. júlí 2023

Minnst níu eru látin í árásum Ísraelshers á flóttamannabúðir á Vesturbakkanum. Árásirnar standa enn yfir og eru þær mestu í tuttugu ár.

Persónuvernd hefur sektað Landlæknisembættið um tólf milljónir fyrir hafa ekki tryggt öryggi heilsufarsupplýsinga. Þetta er hæsta sekt sem Persónuvernd hefur birt. Landlæknir segir hana tilefnislausa.

Vatnsnotkun hefur verið takmörkuð í hluta Englands og fólk hefur áhyggjur af vatnsskorti í Skotlandi. Júnímánuður hefur aldrei verið jafn heitur í Bretlandi.

Fimmtíu ár eru frá því goslokum var lýst yfir í Vestmannaeyjum. Vikulöng goslokahátíð var sett í dag.

Frumflutt

3. júlí 2023

Aðgengilegt til

2. júlí 2024
Kvöldfréttir

Kvöldfréttir

Kvöldfréttir útvarps

Þættir

,