"Heimurinn er á barmi skelfilegs siðferðisbrests," sagði forstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í síðustu viku um keppni þjóða um bóluefni við covid-19. Ríkar þjóðir vilja tryggja bóluefni á kostnað fátækari þjóða. Vilhjálmur Árnason, prófessor í heimspeki, ræddi um þetta mat forstjórans og kvaðst sammála honum.
Skoski þjóðarflokkurinn vill nýja atkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands, Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands segir breska afbrigði Kórónuveirunnar mun hættulegra en fyrra afbrigði og enn eru að koma í ljós vandræði vegna úrsagnar Bretlands úr Evrópusambandinu. Sigrún Davíðsdóttir fór yfir þessi mál og fleiri í Lundúnaspjalli.
Leit er hafin að jarðneskum leifum spænska leikritaskáldsins Don Pedro Calderon de da Barca. Lengi vel voru þær taldar hafa brunnið í eldsvoða á tímum spænsku borgarastyrjaldarinnar en nú er hermt að þær sé að finna milli veggja í kirkju nokkurri í Madríd. Vera Illugadóttir sagði frá.
Tónlist:
Midnight train to Georgia - Neil Diamond,
Ain?t no sunshine - Neil Diamond,
Sweet Caroline - Neil Diamond.