• 00:07:54Sesselía og Vilhjálmur - Vandræðaskáldin
  • 00:22:30Þórunn Sigurðardóttir - lesandi vikunnar

Mannlegi þátturinn

Vandræðaskáldin og Þórunn lesandi vikunnar

Þau sem sáu fréttaannál fréttastofu RÚV í sjónvarpinu á gamlárskvöld sáu í lok hans lag sem gerði upp þetta skrýtna og fordæmalausa ár á hnyttinn hátt með smellnum texta. Flytjendur og höfundar voru þau Sesselía Ólafsdóttir, leikkona, og Vilhjálmur Bergmann Bragason, leikskáld og rithöfundur, en saman skipa þau dúettinn Vandræðaskáldin. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þau gera upp árið sem er líða í lagi, heldur fimmta sinn og hafa þau fengið talsverða athygli fyrir. Við fengum þau Sesselíu og Vilhjálm til setjast með okkur í hljóðver RÚV á Akureyri og segja okkur frá Vandræðaskáldunum og því sem þau hafa verið gera og hvað er framundan.

Og svo er það lesandi vikunnar sem þessu sinni var Þórunn Sigurðardóttir sem við getum kennt við marga titla, hún er varaformaður Listahátíðar í Reykjavík, situr í stjórn Norræna menningarsjóðsins og hún er líka kennari við Háskólann á Bifröst - mikil menningarkona er óhætt segja og það var forvitnilegt vita hvaða bækur hafa fylgt henni á lífsleiðinni, hvað hún var lesa yfir jólin og svo spurðum við hana aðeins út í Netflix, en hún fylgist vel með á þeim vettvangi.

UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG MARGRÉT BLÖNDAL?

Birt

4. jan. 2021

Aðgengilegt til

4. jan. 2022
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.