Flakk

23092021 ? Flakk ? Flakk um Laugaveg göngugötu - síðari þáttur

Skólavörðustígurinn er ein vinsælasta gatan í miðborginni, þar er alltaf fullt af fólki. Gatan er ein af þeim sem breyttist í göngugötu þegar ákveðið var loka Laugaveginum fyrir umferð. Skólavörðustígurinn er með eldri götum bæjarins, en byggð við götuna hófst uppúr miðri 19 öldinni og fram yfir aldamótin 1900. Verslanir hafa verið margar og um tíma var gatan eins konar hönnunargata, og er raunar enn í dag hluta. Við ræðum við Kristbjörgu Guðmundsdóttur iðnhönnuð og Vilborgu Guðjónsdóttur arkitekt frá Mstúdíó, og hér í stúdíói sitja Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi og Dagný Bjarnadóttir landslagsarkitekt en hún er verkefnastýra breytinganna. En byrjum með Lilju Kristínu Ólafsdóttur úr hönnunarhópi Skólavörðustígs, en auk hennar eru í hópnum Sigurður Árni Sigurðsson myndlistarmaður og Karl Kvaran arkitetkt.

Frumflutt

23. sept. 2021

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Flakk

Flakk

Lísa Pálsdóttir flakkar um borg og bý.

Þættir

,