Flakk

15022020 - Flakk - Flakk um Arkitektúr - líkama og skynjun

Hvernig getur arkitektúr stutt við meðferðir, haft áhrif á velferð einstaklinga og styrkt klíníska ferla heilbrigðisstarfsfólks? Listaháskóli Íslands (LHÍ), Arkitektafélag Íslands (AÍ) og SARQ arkitektar héldu fyrir skömmu málþing um hönnun heilbrigðisstofnana og annarra mannvirkja með heilsu og vellíðan í huga . Auknar rannsóknir og aukin þekking hafa sýnt fram á gríðarlegt mikilvægi góðs arkitektúrs í hönnun mannvirkja fyrir heilbrigðisþjónustu. Ekki eingöngu getur góður arkitektúr sparað heilbrigðiskerfinu tíma og stórar fjárhæðir heldur getur góður arkitektúr haft jákvæð áhrif á líf sjúklinga og vellíðan þeirra. Rætt er við Hrafnhildi Ólafsdóttur arkitekt sem starfar í London. Ögmund Skarphéðinsson arkitekt hjá Hornsteinum og leiðir Corpus hópinn sem hanna Nýjan Landspítala og Hrólf Cela arkitekt hjá Basalt sem hannar nýtt hjúkrunarheimili, Skjólgarð á Höfn í Hornafirði.

Frumflutt

15. feb. 2020

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Flakk

Flakk

Lísa Pálsdóttir flakkar um borg og bý.

Þættir

,