Flakk

Flakkað um við- og tengibyggingar

6. febrúar 2016

Flakkað um við- og tengibyggingar

Umsjón: Lísa Pálsdóttir

Farið í miðbæ Reykjavíkur og nokkrar eldri og yngri við- og tengibyggingar skoðaðar í fylgd Péturs Ármannssonar arkitekts. Einnig er viðbygging við Hverfisgötu 71 skoðuð og farið í heimsókn til eiganda og hönnuðar.

Rætt við Pétur Ármannsson arkitekt um Dómkrikjuna, Kringluna við Alþingishúsið og fl. um menningarpólitík, hvaða áherslur eigi vera í við- og tengibyggingum og fl.

Rætt við Sigurgeir Sigurjónsson ljósmyndara, en hann á Hverfisgötu 71 og gerði upp og byggði við, sagt frá húsinu og fl.

Rætt við Margréti Harðardóttur arkitekt hjá Studio Granda sem hannaði uppgjör og viðbyggingu Hverfisgötu 71, um áherslur og byggingastíl nútímans, það smáa og það stóra.

Rætt aftur við Pétur Ármannsson og gengð Lækjargötu og rætt um viðbyggingu við gamla Landsjrórahúsið á Bernhöftstorfunni við Amtmannsstíg (Humarhúsið) um fleiri við byggingar í borginni svo sem Elliheimilið Grund og fl.

Frumflutt

6. feb. 2016

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Flakk

Flakk

Lísa Pálsdóttir flakkar um borg og bý.

Þættir

,