Flakk

22022020 - Flakk - Flakk um Arkitektúr - líkama og skynjun - síðari þá

málþing sem bar yfirskriftina Arkitektúr - Líkami og skynjun og var haldið í Veröld hús Vigdísar þann 6. febrúar. Þar var sagt frá nýjum áherslum í arkitektúr við hönnun og byggingar heilbrigðisstofnana. Við höldum áfram í dag, og heimsækjum Hjúkrunarheimilið Seltjörn sem er nýopnað, sjúkrahótelið við Landspítalann og heyrum af einbýlishúsi, sem er sérstaklega hannað fyrir fjölskyldu sem á dreng á einhverfurófinu. Hvernig getur bygging haft hvetjandi áhrif, spurningin er hvernig getur arkitektúr stutt við meðferðir, haft áhrif á velferð einstaklinga og styrkt klíníska ferla heilbrigðisstarfsfólks.

Rætt er við Halldóru Arnardóttur listfræðing sem starfar með eiginmanni sínum Javier Sánches Merina arkitekt, þau búa í Murcia á Spáni. Halldóra segir frá einstöku húsi sem styður við ungan einhverfan dreng.

Þá er litið í heimsókn á nýja Sjúkrahótelið við Landspítalann, en arkitektarnir Jóhannes Þórðarson hjá Glámu Kím og Sólveig Berg Emilsdóttir eru aðalhönnuðir byggingarinnar, sem bætir verulega aðstöðu sjúklinga af landsbyggðinni og þeirra sem ekki njóta aðstoðar á heimili sínu.

lokum er litið í heimsókn á hjúkrunurheimilið Seltjörn á Seltjarnarnesi í fylgd arkiteksins Björns Guðbrandssonar, hann segir frá áherslum í byggingu hússins, sem reynt er gera sem heimilislegast með litlum einingum.

Frumflutt

22. feb. 2020

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Flakk

Flakk

Lísa Pálsdóttir flakkar um borg og bý.

Þættir

,