Flakk

31082019 - Flakk - Flakk um Gufunes (Fríríki frumkvöðlanna)

Orri Steinarsson arkitekt ásamt félögum sínum á stofu hans í Rotterdam deiliskipuleggja nýtt byggingasvæði í Gufunesi í Reykjavík. Áburðarverksmiðjan byggði heilmikið í kringum sína starfsemi á sínum tíma, en verksmiðjan hefur verið lögð niður. Baltasar Kormákur kvikmyndagerðarmaður hefur byggt stórt kvikmyndaver í stærstu skemmunni og auk þess nýtt fleiri byggingar á svæðinu fyrir aðra kvikmyndagerð. Í tillögu Orra og félaga er meiningin nýta allar þær byggingar sem eru þarna, og hafa fyrirtæki tengd iðnaðinum komið sér fyrir á svæðinu svo sem Exton, Kukl og Loftkastalinn sem er leikmyndafyrirtæki.

Auk þess verða byggðar 600 íbúðir á landinu. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir formaður umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar segir frá hugmyndum borgarinnar og annara eigenda lóðanna í þættinum.

Frumflutt

31. ágúst 2019

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Flakk

Flakk

Lísa Pálsdóttir flakkar um borg og bý.

Þættir

,