Flakk

04032021 - Flakk - Flakk um Borgarlínu

Það er afar forvitnilegt heyra af framvindu mála eftir 300 síðna skýrsla kom út fyrir skömmu og ber yfirskriftina Borgarlínan 1. lota, forsendur og frumdrög.

Borgarlínan er mikilvæg fyrir umferðina í borginni til framtíðar. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu sammæltust um það á síðasta áratug það væri ekki fýsilegt halda áfram á þeirri braut brjóta nýtt land í stórum stíl undir byggð og byggja alla þá fjárfreku innviði fyrir einkabíla sem slík þróun kallaði á, heldur þyrfti breyta um stefnu og reyna gera borgarsvæðið hagkvæmara og samgöngurnar umhverfisvænni.

Samgöngusviðsmyndir fyrir höfuðborgarsvæðið voru teiknaðar upp í skýrslu frá verkfræðistofunni Mannviti sem kom út í upphafi árs 2014.

Í ljós kom óbreytt stefna um uppbyggingu íbúða hjá sveitarfélögunum gæti skilað því fjöldi bílferða á höfuðborgarsvæðinu myndi aukast um 377 þúsund á sólarhring á milli áranna 2010 og 2040. Einnig var áætlað íbúar höfuðborgarsvæðisins myndu samanlagt verja 62 þúsund fleiri klukkustundum á bílunum sínum árið 2040 en þeir gerðu árið 2010. Búist var við þeim myndi fjölga um 70 þúsund á tímabilinu. Rætt er við Gunnar H. Gunnarsson frá samtökum um betri byggð, Hrafnkel Á Proppé skipulagsfræðing frá Verkefnastofu um Borgarlínu og Sólveigu Berg arkitekt hjá arkitektastofunni Yrki.

Frumflutt

4. mars 2021

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Flakk

Flakk

Lísa Pálsdóttir flakkar um borg og bý.

Þættir

,