Flakk

Flakk - um Ytri Njarðvík - fyrri þáttur

Flakkað um Ytri Njarðvík, sem í raun rennur alvega saman við Keflavík, eða sveitarfélagið Reykjanesbæ. Borgarvegurinn gengin, sem er elsta gata Njarðvíkur í fylgd Hallfríðar Þórarinsdóttur mannfræðings en hún ólst upp við götuna. Hún segir frá fólkinu sem þar bjó, æskuárunum og fl. Farið í heimsókn í Rokksafnið í fylgd Baldurs Guðmundssonar stjórnarformanns Geimsteins, sagt frá því sem fyrir augu ber, og tilurð safnsins. Einnig er sagt frá sögum um Stapadrauginn, sem sagður er hafa verið mögulega Stjáni blái, sem var vel þekktur á Suðurnesjum.

Frumflutt

5. maí 2018

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Flakk

Flakk

Lísa Pálsdóttir flakkar um borg og bý.

Þættir

,