Flakk

28012021 - Flakk - Flakk um Vatnsholt

Leigumarkaðurinn hefur stækkað hér á landi undanfarin ár, margt kemur til, íbúðir eru dýrar, bankahrun hafði sitt segja fyrir áratug og svo eru einstaklingar sem kjósa leigja fremur enn kaupa. Bjarg leiguíbúðir hefur verið kraftmikið og byggt víða, en Bjarg er félag á vegum verkalýðsfélaganna. Vildarhús er nýtt félag sem hyggst byggja leiguíbúðir fyrir eldri borgara, um er ræða litla lóð í Vatnsholti við Sjómannaskólann og þar hyggst félagið byggja 51 íbúð. Við ætlum fræðast um framkvæmdina, ræða um stöðu eldri íbúa borgarinnar í húsnæðismálum og til þess höfum við fengið Ólaf Örn Ingólfsson framkvæmdastjóra Vildarhúsa og Ingibjörgu H. Sverrisdóttur formann félags eldri borgara í Reykjavík en einnig er rætt við arkitektinn Aðalheiði Atladóttur hjá A2F arkitektum.

Frumflutt

28. jan. 2021

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Flakk

Flakk

Lísa Pálsdóttir flakkar um borg og bý.

Þættir

,