Flakk

Flakk - Flakk um Barónsreit

Bakvið gamla Landsbankann Laugavegi 77 hafa risið nýjar 5 hæða byggingar við Hverfisgötu og reiturinn þéttur uppað Laugavegi, einnig er búið færa Laugaveg 73 inná reitinn og til verður knippi gamalla húsa við Vitastíg. Norðan megin við Hverfisgötu er verið byggja stóra byggingu með litlum íbúðum og niður Vitastíg og á Skúlagötu munu rísa enn fleiri íbúðarhús og einn 16 hæða turn í stað þriggja sem áætlað var. Rætt við Halldór Eiríksson arkitekt hjá T.ark arkitektum sem var einn þeirra sem deiliskipulagði þennan reit, gengið um og rætt um útlit og útkomu verkefnisins sem er þó engan vegin lokið. Einnig er rætt við Magneu GUðmundsdóttur arkitekt og fyrrverandi varaformann umhverfis- og skipulagssviðs borgarinnar og Snorra Frey Hilmarsson myndlistarmann og hönnuð um uppbyggingu í Reykjavík.

Frumflutt

23. feb. 2019

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Flakk

Flakk

Lísa Pálsdóttir flakkar um borg og bý.

Þættir

,