Flakk

11072020 - Flakk - Flakk um bygginarefni framtíðar 1. þáttur

Villtu búa í kubbahúsi eða kannski plasthúsi? Hvað er verið rannsaka hjá Rannsóknarstofu byggingaiðnaðarins? Við skoðum kubbahús, og heyrum plasthúsi og heimsækjum Nýsköpunarmiðstöð í þættinum. Pago hús er heildsölufyrirtæki sem flytur inn kubba sem gerður eru úr timburkurli sem gert er úr trébrettum og keflum. Í kurlið er blandað ýmsum efnum, þeir eru holir og er seinull til einangrunar sett í holrýmin og staflað upp og síðan er steypu dælt með jöfnu millibili í kubbana. Ólöf Salmon Guðmundsdóttir er framkvæmdastjóri Pago. Ólafur Wallevik er forstöðumaður Rannsóknarstofnunar byggingaiðnaðarins, hann segir frá ýmsum rannsóknum á vistvænum byggingarefnum, endurnýtingu plasts og fl. Regin Grímsson hefur smiðað um 400 báta úr trefjaplasti, hann ákvað reyna við húsbyggingu úr efninu og eftir rannsóknir og prófanir, er eitt hús risið á Grænlandi og annað er í byggingu í Grindavík. Einnig er rætt um krosslímt timbur sem kallast CLT og xypex sem er efni til sprunguviðgerða.

Frumflutt

11. júlí 2020

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Flakk

Flakk

Lísa Pálsdóttir flakkar um borg og bý.

Þættir

,