Flakk

08042021 - Flakk - Flakk um nýtt deiliskipulag á Ártúnshöfða

Í aðalskipulagi Reykjavíkur til 2040 er áætluð mikil byggð á Ártúnshöfða, en þegar allt er komið jafnfjölmennt hverfi og Grafarvogur, en þéttari byggð. Það þýðir fleiri fjölbýlishús verða byggð á höfðanum. Á fyrri hluta síðustu aldar og allt til 1950 var búið á Ártúnshöfða á svokölluðum Krossamýrarblettum. Iðnaðarfyrirtækin ruddu á endanum íbúum burt af svæðinu, og þeir sem búa á Ártúnshöfða í dag, eru líklega ólöglegir. En stendur mikið til, Bryggjuhverfið er langt komið en uppfylling sem bættist við norðvestan í hverfinu hefur ekki enn litið dagsins ljós, verið er deiliskipuleggja Sævarhöfða niðri við Voginn, en við ætlum fjalla um svæðið sem kennt er við Krossamýri, ræðum við arkitektana Pál Gunnlaugsson og Þorstein Helgason hjá ASK arkitektum. Og í stúdíói sitja Halldór Eyjólfsson þróunarstjóri Klasa ehf, en Klasi hefur unnið þróun svæðisins og Pawel Bartozsek varaformaður skipulags- og umhverfisráðs borgarinnar.

Frumflutt

8. apríl 2021

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Flakk

Flakk

Lísa Pálsdóttir flakkar um borg og bý.

Þættir

,