Flakk

Flakkað um Rögnvald Ólafsson arkitekt

Rögnvaldur Ólafsson var fyrsti íslenski arkitektinn og hafði nóg gera eftir hann kom frá námi í tíma heimastjórnar á Íslandi. Það vantaði allt. Kirkjur, skóla og heimili fyrir ráðamenn. Rögnvaldur var afkastamikill á stuttri æfi, en hann lést úr berklum á Vífilstaðaspítala á fertugasta og þriðja aldursári. Síðasta verk hans var spítalinn. Hann hannaði pósthúsið, 30 kirkjur um land allt m.a. Húsavíkurkirkju, skóla vítt og breytt um landið. Staðastað Sóleyjargötu 1 þar sem skrifstofa forseta er til húsa. Við Tjarnargötuna á hann mörg hús m.a. stækkun og útlit Ráðherrabústaðarins.

Gengið í fylgd Björns G. Björnssonar leikmyndahöfundar, en hann hefur nýlokið við bók um Rögnvald Ólafsson sem kemur út á vegum hins Íslenska Bókmenntafélags í sumar, gengið frá Torfunni (veitingastaðnum) en hann hannaði turninn á húsinu Skólabrú, síðan í Tjarnargötu og Krikjustræti yfir Austurvöll Pósthúsinu. Rætt um feril Rögnvaldar, menntun, störf og fl.

Farið í heimsókn Tjarnargötu 22, húsið var byggt fyrir Klemenz Jónsson landritara árið 1906, sama fjölskylda býr enn í húsinu rætt við Bjarna A Agnarsson rannsóknarlækni og meinafræðing, en hann er barnabarn Klemenzar.

Frumflutt

28. maí 2016

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Flakk

Flakk

Lísa Pálsdóttir flakkar um borg og bý.

Þættir

,