Flakk

21012021 - Flakk - Flakk um Hotel Curio by Hilton við Víkurtorg

Hótel Borg er elsta hótelið í Reykjavík, og var lengi vel það eina þar til Hótel Saga og Hótel Holt tóku til starfa fyrir margt löngu. Undanfarin ár hefur aldeilis bæst í flóruna eins og landsmenn vita. Í Kvosinni og nágrenni eru ótal hótel sum þegar tekin til starfa eins og Hótel Exeter við Tryggvagötu. Þrjú stór hótel eru í byggingu, Mariot við Hörpu, Reykjavíkur hótel byggir við Lækjargötu og Lindarvatn er leggja lokahönd á Hótel Curio by Hilton við Krikjustræti, eða á Landsímareitnum. Það engin fyrir heimsfaraldur þegar þessar byggingar voru skipulagðar, og vonandi förum við sjá fyrir endan á því ástandi svo gestir geti innritað sig á þessi hótel í framtíðinni. Hótelið á Landsímareitnum verður til umfjöllunar í þætti dagsins. Í stúdíó anddyri sitja Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi og Jóhannes Stefánsson framkvæmdastjóri Lindarvatns. Rætt er við arkitektinn hótelinu Frey Frostason hjá THG arkitektum.

Frumflutt

21. jan. 2021

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Flakk

Flakk

Lísa Pálsdóttir flakkar um borg og bý.

Þættir

,