Flakk

14122019 - Flakk - Flakk um húsgagnahönnun á Íslandi

Íslensk húsgagnaframleiðsla var í miklum blóma á tímabilinu 1950-1975 eða allt þar til innflutningur húsgagna var gefinn frjáls og enn leynast víða húsgögn frá þeim tíma. Á þessum árum einkenndist íslenskur húsgagnaiðnaður af mörgum smáum fyrirtækjum en á árinu 1972 voru hátt í 300 fyrirtæki starfandi í þeim iðnaði. Húsgagna- og innanhússarkitektar stofnuðu með sér samtök árið 1955 til auka útflutning framleiðslu sinnar og taka þátt í sýningum erlendis. Stofnendur voru einungis átta en félagsmönnum fjölgaði hratt og voru þeir orðnir hátt í 90 um aldamótin. Um tíma streymdu erlend húsgögn á markaðinn og dró þá verulega úr allri framleiðslu hér á landi. Það eru nokkur fyrirtæki sem framleiða húsgögn á Íslandi, en flesta ber saman um framleiðsla á húsgögnum hér, of dýr. Rætt við ýmsa sem tengjast greininni í þættinum, svo sem Sigríði Sigurjónsdóttur forstöðumann Hönnunarsafns Íslands, Kristinn Björnsson húsgagnahönnuð hjá DK í Kópavogi, Ingibjörgu Vigdísardóttur húsgagnahönnuð hjá Tréborg, Eyjólf Pálsson húsgagnaarkitekt og eiganda Epal og loks Gústav Jóhannsson húsgagnahönnuð og konu hans Ágústu Magnúsdóttur en þau reka hönnunarfyrirtæki Agustav og verslun Skólavörðustíg 22.

Frumflutt

14. des. 2019

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Flakk

Flakk

Lísa Pálsdóttir flakkar um borg og bý.

Þættir

,