Flakk
Lísa Pálsdóttir flakkar um borg og bý.
Farið í heimsókn í Landsbókasafn Háskólabókasafn í Þjóðarbókhlöðunni í þriðja og síðasta sinn. Að þessu sinni er rætt við nokkra notendur safnsins, m.a. Pétur Gunnarsson rithöfund, Ásu Kristínu Guðmundsdóttur sagnfræðinema og fl. Tónlistarsafn Íslands heimsótt en safnið flutti í Þjóðarbókhlöðuna í fyrra og rætt við Bjarka Sveinbjörnsson. Að lokum er farið í fylgd Ingibjargar Steinunnar Sverrisdóttur landsbókavarðar í Handritasafnið og rætt við Braga Þorgrím Ólafsson sagnfræðing um gersemar, handrit, einkasöfn og fl.
Lísa Pálsdóttir flakkar um borg og bý.