Flakk

09052020 - Flakk um nýtt deiliskipulag í Skerjafirði

Eins og allir vita hefur mikið verið byggt í Reykjavík síðustu ár, margt hefur tekist vel, annað ekki eins vel. Sum af þessu hverfum eru keimlík, stallaðar blokkir með mislitum framhliðum, kannski svolítið í tísku þessa dagana. Ekki hefur verið mikið um nýjungar, en ofanvatnslausnir hafa rutt sér til rúms, flokkunarstöðvar og góðar hljólageymslur, svona eitt og annað. Í þættinum er fjallað um nýtt deiliskipulag í Skerjafirði, sem Ask arkitektar hafa hannað.

Segja skipulagið í Skerjafirði bjóði uppá ýmsar nýjungar, þar verða ekki bílakjallarar undir húsunum, heldur bílastæðahús og reiknað með verslun í því húsi. Einnig stefna sumir framkvæmdaaðilar hagkvæmum íbúðum fyrir fyrstu kaupendur, Bjarg leigufélag, byggingafélag verkalýðsfélaganna hefur fengið vilyrði fyrir lóð og sömuleiðis stúdentar. Einnig verða mjög góðar almenningssamgöngur í og úr hverfinu.

Rætt er við arkitektana Pál Gunnlaugsson og Þorstein Helgason frá Ask um deiliskipulagið. Einnig er rætt við Pétur Marteinsson framkvæmdastjóra Borgarbrags/Hoos sem hefur fengið viðyrði fyrir lóð og Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúa sem situr í skipulags- og samgönguráði.

Birt

9. maí 2020

Aðgengilegt til

31. okt. 2021
Flakk

Flakk

Lísa Pálsdóttir flakkar um borg og bý.