Útvarp
Sjónvarp
Útvarp
KrakkaRÚV
UngRÚV
Beint
RÁS 1
RÁS 2
RONDÓ
Dagskrá
Leit
Þættir
Flakk - Fjallað um Guðna Pálsson arkitekt
Tveir menn hafa haft áhrif á mig varðandi arkitektúr og skipulag, það eru þeir Guðni Pálsson arkitekt og Pétur Ármannsson byggingalistfræðingur, við heyrum í báðum í þættinum, sem…
15122022 - Flakk um tvær bókabyggingar
Verðmætasta bókasafn landsins hefur átt heimili víða í borginni - nú hyllir undir nýtt heimili, því Hús Íslenskunnar er risið við Suðurgötu og verður opnað í vor ef allt gengur eftir.
08122022 ? Flakk um endurnýtingu eldri bygginga
Í þætti dagsins verður fjallað um tvær byggingar sem verið er að gera upp og breyta í íbúðir, um er að ræða Skipholt 1, þar sem Myndlistar- og handíðaskóli Íslands var lengi til húsa,…
01122022 ? Flakk um Hótel Reykjavík og Íslandshótel
Ég var að reyna að telja í huganum hversu mörg ný hótel væru í Reykjavík og þá meina ég innan Elliðaáa, ég ruglaðist fljótlega, þau eru svo mörg. Nýlega var nýtt hótel opnað og svo…
24112022 - Flakk um almenningssamgöngur
Ísland er bílaland, flestir ferðast einir í sínum bíl og reka þau erindi sem hver og einn þarf sinna. Stundum er eins og enginn sé í vinnunni, því umferðin er þung alla daga. Við ætlum…
10112022 ? Flakk um græna byggingu á Frakkastíg
Æ oftar heyrum við af hringrásarhagkerfinu og alls kyns vottunum í byggingabransanum. Við skoðum litla lóð við Frakkastíg 1 í dag, þar sem stendur til að byggja vistvænt hús, en borgin…
03112022 ? Flakk um uppbyggingu Félagsbústaða við Sjómannaskólann
Við ætlum á Rauðarárholtið í dag, það er á lóð Sjómannaskólans við Háteigsveg. Nýjar námsmannaíbúðir á vegum Byggingafélags námsmanna hafa risið bakvið gamla Kennaraskólann, þar við…
27101022 - Flakk um uppbyggingu í Borgartúni
Þar sem í dag eru lóðirnar Borgartún 29-36 var áður tún hjáleigunnar Fúlutjarnar eða Lækjarbakka. Þessi jarðarskiki var byggður úr jörðinni Rauðará en landamerki á milli Laugarness…
20102022 ? Flakk um endurnýtingu bygginga
Í þætti dagsins ætlum við að skoða byggingar á tveimur lóðum, sem eiga það sameignlegt að verið er að endurnýja, byggja ofan á eldri hús. Um er að ræða Hverfisgötu 98 ? 100 og Gamla…
13102022 - Flakk um endanlegt skipulag og uppbyggingu á Heklureit
Sá þéttingarreitur sem hefur hvað oftast verið nefndur hér á Flakkinu er vafalaust Heklureiturinn, en svo nefnist reitur við Laugaveg sem nær frá Nóatúni að gamla Sjónvarpshúsinu.
06102022 ? Flakk um nýsköpun í Gufunesi
Það er ótrúlega spennandi að fylgjast með nýju hverfi í Gufunesi. Þar er bæði verið að byggja nýjar íbúðir og gömlu byggingar Áburðarverksmiðjunnar eru fullar af lífi. Sumar byggingarnar…
22092022 ? Flakk um Þorpið Vistfélag, Gufunes og Ártúnshöfða
Merkjanlega er hugarfarsbreyting að eiga sér stað í skipulags- og byggingaframkvæmdum - enginn er maður með mönnum nema hugað sé að hringrásarhagkerfinu, vottunum ýmis konar og mörgu…
Flakk um nýtt torg á Hlemmi
Fjallað verður um nýtt torg á Hlemmi. Þegar húsið var tekið í notkun undir nafninu Áningarstaðurinn Hlemmi árið 1978 var þar blómaverslun, blaða- og ritfangaverslun, snyrtivöruverslun,…
15092022 - Flakk - um ný timburhús í borginni
Gömlu timburhúsin og timburkirkjurnar eru mikilvægur hluti af byggingararfi okkar. Þrátt fyrir að fæst þeirra séu eldri en 150 ára eru þau okkur jafn mikilvæg og margra alda gömul…
01092022 - Flakk - Flakk um hjólhýsabyggðina á Laugarvatni
Hjólhýsabyggðin á Laugarvatni hefur verið brennidepli frétta hér undanfarna daga. Sveitastjórn Bláskógarbyggðar hefur ákveðið að leigja ekki út land lengur fyrir byggðina og allir…
25082022 - Flakk - Flakk um Skeifuna
Við beinum augum okkar að Skeifunni í þætti dagsins, svæði sem algjörlega er skipulagt með einkabílinn í fyrirrúmi, þó svo að gatnakerfið þar sé bara alls ekki gott. Við lítum aðeins…
18082022 - Flakk - Flakk um Snorrabraut
Heilsuverndarstöðin, Sundhöllin, Gamla Mjólkurstöðin, Droplaugarstaðir, Domus Medica, Blóðbankinn, hús sem gjarnan er kennt við Gefjun og eitt stykki nokkuð há íbúðarblokk auk bensínstöðvar…
11082022 ? Fjallað um Einar I Erlendsson arkitekt - síðari þáttur
Einar Erlendsson arkitekt var ákaflega afkastamikill. Hann fæddist 1883 og lést 1968, þannig að hann lifði mikla breytingatíma, allt frá því að rafmagn var innleitt á landinu almennt…
04082022 ? Flakk ? Fjallað um Einar I. Erlendsson arkitekt ? 1.þáttur
Þegar höfundur viðraði fyrst hugmynd sína um að næsta viðfangsefni yrði ferill Einars Erlendssonar húsameistara, voru undirtektir misjafnar. Hvað hafði hann svo sem afrekað? Var hann…
23062022 - Flakk um vistvænan vegvísi í byggingariðnaði
Byggjum grænni framtíð er samstarfsverkefni stjórnvalda og hagaðila byggingariðnaðarins um vistvænni mannvirkjagerð en það á meðal annars rætur sínar að rekja til aðgerðar C.3 í aðgerðaáætlun…
16062022 ? Flakk ? Flakk um lokun bensínstöðva
Þessa dagana er verið að vekja máls á fækkun bensínstöðva í borginni. Þetta hefur ýmislegt að segja um lóðirnar sem þær standa á, sem eru misstórar og mismikil saga stöðvanna sjálfra…
Flakk - Fjallað um vinningstillög Ask um nýtt skipulag við Smáralind
Hægt og bítandi erum við að færa okkur frá bílaborginni í skipulagi höfuðborgarsvæðisins. Kópavogur blés til samkeppni um nýtt skipulag við Smáralind og Þorsteinn Helgason arkitekt…
10032022 - Flakk - Fjallað um Högnu Sigurðardóttur arkitekt
Högna Sigurðardóttir fæddist 6. júlí 1929 í Birtingaholti í Vestmannaeyjum. Hún lést í Reykjavík 10. febrúar 2017. Högna ólst upp í Eyjum en fór tólf ára gömul til náms í Reykjavík,…
24022022 - Flakk - Fjallað um grænt húsnæði framtíðarinnar
Í desember síðast liðnum var haldinn kynningarfundur í Ráðhúsinu um Grænt húsnæði framtíðarinnar. Verkefnið er leitt af Reykjavíkurborg, hefur það að markmiði að styðja við uppbyggingu…
20012022 - Flakk - Fjallað um gæði íbúðarhúsnæðis - fyrri þáttur
Hugað er að gæðum íbúðarhúsnæðis. Er hægt að mæla gæði og hvað eru gæði íbúðar? Og margar fleiri spurningar varðandi hönnun og byggingatækni koma við sögu. Hver hefur eftirlit með…
16122021 ? Flakk ? Flakk um Hverfisskipulag nr.3 Háteigs og Hlíða
Svokölluð hverfaskipulög hafa verið líta dagsins ljós síðustu árin, Ævar Harðarson arkitekt hjá skipulaginu er deildarstjóri verkefnisins, og tilgangurinn er að rýna í hverfin endurskoða…
09122021 - Flakk - Fjallað um Þóri Baldvinsson arkitekt
Þórir Baldvinsson var í senn framúrstefnumaður í arkitektúr og hugsjónamaður í baráttu fyrir bættum húsakosti til sveita. Hann varð fyrstur íslenskra arkitekta til að kynna nýjar húsnæðislausnir…
02122021 - Flakk ? Flakk um skipulagsdaginn 12. Nóvember - 2.þáttur
Draumaborgin ætti að vera ríkulega gædd náttúru, með byggingum úr lífrænum efnum sem eru umkringdar almenningsgörðum, með götum sem þjóna fótgangandi og hjólandi og með svæðum þar…
25112021 - Flakk - Flakk um skipulagsdaginn og skipulag til framtíðar
Árleg ráðstefna um stöðu og þróun skipulagsmála, sem Skipulagsstofnun stendur fyrir í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga, fór fram 12. nóvember síðastliðinn í Salnum í Kópavogi.
18112021 ? Flakk um mastersnám í arkitektúr við Listaháskóla Íslands
Listaháskólinn fékk starfsleyfi 10.júní 1999 og hóf þá um haustið starfsemi sína með rekstri myndlistardeildar. Skólinn hóf síðan rekstur sjálfstæðrar hönnunardeildar 2001 og ári síðar…
14112021 - Flakk um Laugaveg - nýja bók
Hjónin Guðni Valberg arkitekt og Anna Dröfn Ágústsdóttir sagnfræðingur eru gestir þáttarins í dag. Innan skamms er bók þeirra um Laugaveg í Reykjavík væntanleg og segir sögu húsanna…
04112021 - Fjallað um nýtt rit Gunnlaugs Stefáns Baldurssonar
Við lifum í heimi, sem við höfum ekki lært að skoða, segir Marc Augé í Non Lieux. Eða Non places, sem hvorki hafa sögu nér sál, staðir þar sem félagsleg sambönd geta ekki dafnað. Ég…
28102021 - Flakk um nýtt Hverfisskipulag í Bústaðahverfi
Tillögurnar eru í kynningar og samþykktarferli - en á meðal helstu breytinga er að við Bústaðaveg rísi sautján tveggja hæða hús. Reiknað er með allt að 150 nýjum íbúðum á efri hæðum…
21102021-Flakk - Flakk um byggingaarfleið
Við eins mikla uppbyggingu íbúðahúsnæðis og raunin er þessi árin, er óhjákvæmilegt að einhver hús séu rifin, sum eru slitin og úr sér gengin en við önnur er vel hægt að setja spurningarmerki,…
14102021 - FLakk - Flakk um Smárann í Kópavogi - nýtt blokkar hverfi
Árið 1957 keypti Kópavogsbær land Digraness og Kópavogs og gat þá skipulagt það til lengri tíma. Á áratugunum á eftir var hröð uppbygging í innviðum svo sem menntun og heilbrigðis-…
Flakk um endurnýtingu bygginga
Afleiðingar ákvarðana dagsins í dag í mannvirkjagerð móta umgjörð um daglegt líf okkar og kynslóðanna sem á eftir koma. Borgin hefur byggst á löngum tíma, þó svo að höfuðborgin og…
23092021 ? Flakk ? Flakk um Laugaveg göngugötu - síðari þáttur
Skólavörðustígurinn er ein vinsælasta gatan í miðborginni, þar er alltaf fullt af fólki. Gatan er ein af þeim sem breyttist í göngugötu þegar ákveðið var að loka Laugaveginum fyrir…
16092021 Flakk um Laugaveg göngugötu
Umhverfinu er gjarnan líkt við leiksvið þar sem lífið fer fram. Gæði umhverfis skiptir höfuðmáli fyrir andlega, félagslega og líkamlega vellíðan mannsins. Fjölbreytt opin svæði stór…
09092021 - Flakk - Flakk um búsetuúrræði eldri borgara - Sléttan
Uppbygging og skipulag snýst ekki bara um götur og byggingar, samfélagsmál af ýmsum toga eru ekki síst áríðandi. Húsnæði fyrir mismunandi hópa með mismunandi þarfir. Við ætlum að beina…
02092021 ? Flakk ? Flakk um áfangahús á Bergþórugötu
Uppbygging félagslegs húsnæðis í Reykjavík hefur stóraukist undanfarin ár, borgin hefur farið fram á ákveðin fjölda íbúða í nýjum fjölbýlishúsum, og sett slíkt skilyrði við úthlutun…
26082021 - Flakk - Flakk um Skógarveg
Margir hafa haft orð á, vegna þéttingu byggðar á Höfuðborgarsvæðinu bæri að varast að ganga á grænu svæðin í borginni. Vissulega hafa nokkrir grænir grasbalar horfið undir hús, og…
12082021 - Flakk - Flakk um Héðinsreit
Seint í júní á þessu ári var fjallað um tvo stóra byggingareiti í Reykjavík, Heklureit annars vegar og Héðinsreit hins vegar. Við tökum upp þráðinn í dag og fjöllum nánar um Héðinsreitinn.
24062021 - Flakk um Heklu- og Héðinsreit
Borgarlína ræður miklu um hvar og hvernig borgin þéttist í á næstu árum. Til að standa undir rekstri Borglínunnar er nauðsynlegt að aðgengi að henni verði nálægt íbúðarhúsum þannig…
10062021 - Flakk um Nýlendugötu 34, það smáa og það stóra
Við höfum byggt ansi stór fjölbýlishús undanfarin misseri. Markmiðið er að þétta byggðina, en einhvern vegin finnst manni stundum að hægt væri að þétta með öðrum hætti. Hvar eru minni…
03062021 ? Flakk ? Flakk um híbýlaauð - síðari þáttur
Það virðist enginn vita uppá hár hversu margar íbúðir eru í byggingu hér á Höfuðborgarsvæðinu og jafnvel úti á landi, eða hversu margar eru þegar tilbúnar. Það vantar rannsóknir á…
27052021 - Flakk um Híbýlagæði - fyrri þáttur
Samræðufundur um húsnæðismál á vegum Úrbanistan var haldinn í Norræna húsinu þriðjudaginn 11.maí. Yfirskrift fundarins var HÍBÝLAAUÐUR, samtal um húsnæðismál á mannamáli. Þar bar ýmislegt…
13052021 ? Flakk ? Flakk um nýja stúdentagarða í Stakkahlíð
Stúdentagarðar hafa risið í Reykjavík í mörg undanfarin ár, og eru víða í borginni, við ætlum að huga að nýjum görðum í Stakkahlíðinni bakvið Kennaraháskólann í dag. Rætt er við þau…
06052021 ? Flakk ? Flakk um nýtt torg á Hlemmi og Borgarlínu
Fjallað verður um nýtt torg á Hlemmi í þætti dagsins. Þegar húsið var tekið í notkun undir nafninu Áningarstaðurinn Hlemmi árið 1978 var þar blómaverslun, blaða- og ritfangaverslun,…
29042021 Flakk um Nóatún/Borgartún - nýbyggingar
Borgartúnið í Reykjavík er ein undarlegasta gatan í Reykjavík að mati umsjónarmanns. Það er eins og hún viti ekki hvert hún er að fara og þannig virðist það hafa verið frá upphafi,…
22042021 - Flakk - Flakk um Garðahverfi
Það er sjaldgæft að einkaaðliðar kosti deiliskipulag, Garðafélagið kostaði deiliskipulagið í Garðahverfi. Framtíðaráform skipulagsins er afar djarft og rómantískt kannski. Í hluta…
15042021 ? Flakk ? Flakk um Garðahverfi frá 2010
Við tökum stefnuna suður á Álftanes. Fyrir tæpum 11 árum gerði undirrituð 3 þætti um sögu og skipulag á Álftanesi. Einn þáttanna fjallaði um Garðahverfi, sem er eiginlega sveit í borg.
08042021 - Flakk - Flakk um nýtt deiliskipulag á Ártúnshöfða
Í aðalskipulagi Reykjavíkur til 2040 er áætluð mikil byggð á Ártúnshöfða, en þegar allt er komið jafnfjölmennt hverfi og Grafarvogur, en þéttari byggð. Það þýðir að fleiri fjölbýlishús…
25032021 - Flakk - Flakk um hönnun og Hönnunarmars
Allt sem við snertum alla daga, svo kaffikannan, bollinn, tannburstinn, fötin sem við klæðumst, allt manngert í okkar umhverfi hefur verið hannað af einhverjum. Hönnunarmars hefur…
18032021 - Flakk - Flakk um Vísindagarða Háskóla Íslands
Þessa dagana er verið að vinna að rammaskipulagi fyrir allt Háskólasvæði Háskóla Íslands, það hefur ekki verið til, þó undarlegt sé, en nú er stefnt að því að klára málið. Samt hefur…
11032021 - Flakk - Flakk um Háskólasvæðið
Uppúr 1930 reis Gamli Garður á Háskólalóðinni og aðalbygging Háskóla Íslands var tekin í notkun árið 1940, en Háskóli Íslands var stofnaður árið 1911 en var þá til húsa í Alþingishúsinu…
04032021 - Flakk - Flakk um Borgarlínu
Það er afar forvitnilegt að heyra af framvindu mála eftir að 300 síðna skýrsla kom út fyrir skömmu og ber yfirskriftina Borgarlínan 1. lota, forsendur og frumdrög.
25022021 - Flakk - Flakk um Steindórsreit
Fjallað verður um Steindórsreitin í þættinum í dag, en Kaldalón, sem er fasteignaþróunarfélag stendur fyrir framkvæmdum á reitnum, og Jónas Þór Þorvaldsson framkvæmdastjóri situr í…
11022021 - Flakk - Flakk um Hamraborg í Kópavogi
Um miðjan maí í fyrra heimsóttum við Hamraborg í Kópavogi í fylgd Pálmars Kristmundssonar arkitekts, þá í miðju ferli við að deiliskipuleggja nýjan miðbæ í Hamraborg í Kópavogi. Við…
04022021 - Flakk - Rætt við Trausta Valsson skipulagsfræðing
Hér á Flakkinu hefur endrum og sinnum verið fjallað um einstaklinga sem starfað hafa við arkitektúr og skipulag, í dag ræðum við við Trausta Valsson skipulagsfræðing, en Trausti varð…
28012021 - Flakk - Flakk um Vatnsholt
Leigumarkaðurinn hefur stækkað hér á landi undanfarin ár, margt kemur til, íbúðir eru dýrar, bankahrun hafði sitt að segja fyrir áratug og svo eru einstaklingar sem kjósa að leigja…
21012021 - Flakk - Flakk um Hotel Curio by Hilton við Víkurtorg
Hótel Borg er elsta hótelið í Reykjavík, og var lengi vel það eina þar til Hótel Saga og Hótel Holt tóku til starfa fyrir margt löngu. Undanfarin ár hefur aldeilis bæst í flóruna eins…
14012021 - FLakk - Umræður um uppbyggingu síðustu ára
Á nýju ári er gjarnan litið til baka yfir farinn veg. Hér á Flakkinu er alla jafna fjallað um skipulag, byggingalist og uppbyggingu. Ásýnd Reykjavíkur hefur svo sannarlega breyst undanfarin…
07012021 - Flakk - Flakk um þrjár nýjar lykilbyggingar í Reykjavík
Hugað er að nýjum lykilbyggingum í þættinum í dag. En hvað eru lykilbyggingar og hvernig er hægt að skilgreina þær? Að mínu viti eru þetta gjarnan byggingar sem gegna áríðandi hlutverki…
17122020 - Flakk - Flakk um nýjungar og framkvæmdir ríkisins
Við leggjum í hann í dag með tvo ólíka pakka í farteskinu. Ríkisstjórn Íslands hefur ákveðið að fara í miklar framkvæmdir og hanna, klára, byggja nýjar lykilbyggingar. Í þættinum…
10122020 - Flakk - Flakk um Kársnes í Kópavogi
Veður og vindar buðu ekki uppá annað en taka bílinn í okkar þjónustu, í heimsókn á Kársnesið. Við ætlum í smá leiðangur í dag og skoða okkur um á Kársnesinu í Kópavogi. Margoft hefur…
03122020 - Flakk - Flakk um Vogabyggð
Skektuvogur, Trilluvogur, Arkarvogur, Bátavogur, Kuggavogur og Drómundarvogur, og svo torgin: Skutulstorg, Vörputorg, Sökkutorg og Öngulstorg, „Þau eru öll tengd…
26112020 - Flakk - Fjallað um Hlíðarendahverfi í Reykjavík
Vestan við Hringbrautina er risið heljarinnar íbúðahverfi, sem er mjög áberandi í landslaginu. Hér er átt við Hlíðarendahverfi í landi Valsmanna. Nálægð við náttúrusvæði Öskjuhlíðar…
19112020 - Flakk - Flakk um Græna planið - seinni þáttur Uppbygging
Getum við séð fyrir okkur framtíðina í skipulagsmálum, í ljósi sögunnar þá er svarið nei. Ef við hugsum hundrað ár aftur í tímann, þá sáu menn engan vegin fyrir fólksfjölgun, bílaeign…
12112020 - Flakk - Flakk um uppbyggingu íbúða og græna planið
Borgin blés til viðburðar á netinu fyrir skömmu undir yfirskriftinni uppbygging íbúða í Reykjavík og græna planið. Hér var verið að kortleggja framtíðina eins og borgaryfirvöld vilja…
05112020 - Flakk - Flakk um nýtt deiliskipulaga á Laugavegi og Vatnsst
Fyrir skömmu var fjallað um hús í niðurníðslu í borgarlandinu hér á flakkinu og m.a. hús sem standa á horni Laugavegar og Vatnsstígs, þar bar nýtt deiliskipulag á góma, og því verður…
24102020 - Flakk - Flakk um Nýja Landspítalann - síðari þáttur
Við erum í miðjum heimsfaraldri, hverju hefði það breytt ef Nýi Landspítalinn væri risinn? Ég ímynda mér að margir spyrji sig að því og ekki síst heilbrigðisstarfsfólk sem lifir og…
17102020 - Flakk - Flakk um Nýjan Landspítala - 1.þáttur
Alla jafna fjallað um uppbyggingu, arkitektúr og skipulag í Flakki. Í þessum þætti er einungis fjallað um eina byggingu en nú er hafin framkvæmd á líklega flóknustu byggingu Íslandssögunnar.
03102020 - Flakk - Flakk um Austurbakkann í Reykjavíkurhöfn
Gífurlegar breytingar hafa orðið á höfuðborginni síðasta áratuginn. Heilu íbúðahverfin rísa vítt og breytt um borgina og sömuleiðis fjölgar þjónusturýmum í hverfum og ekki síst í miðborginni.
26092020 - Flakk - Flakk um hús í niðurníðslu í miðborginni
Fyrir skemmstu var steinhús rifið á Skólavörðustíg í leyfisleysi, þetta er nú ekki í fyrsta sinn því miður. Skömmu áður en þetta gerðist höfðu íbúasamtök miðborgarinnar sent bréf til…
19092020 - Flakk - Flakk um nýjan miðbæ á Selfossi
Nýi miðbærinn á Selfossi hefur verið mjög umdeildur, ekki vegna þess að bæjarbúar vilji ekki uppbyggingu á svæði, sem hingað til hefur verið tún, niðurnýdd hús og skemmur, viðkvæmur…
12092020 - Flakk - Flakk um nýtt Hverfaskipulag Breiðholts - neðra Bre
Skipulagsyfirvöld hafa undanfarin ár verið að endurskoða eldra skipulag í nokkrum hverfum Reykjavíkur. Í Árbænum er þessu lokið og nú er verið að vinna við Breiðholtið. Íbúar hafa…
05092020 - Flakk - Flakk um nýtt deiliskipulag á hluta Granda
Nýlega var kynnt nýtt deiliskipulag einnar lóðar á Granda, Teiknistofan Ask sá um það og rætt er við Pál Gunnlaugsson arkitekt. Í stúdíói sitja svo Sigurborg Ósk Haraldsdóttir formaður…
29082020 - Flakk - Flakk um byggingarefni framtíðar 3.þáttur
Það er ýmislegt um að vera bæði í sjórnsýslunni, hjá einkaaðilum og hjá fjárfestum hvað varðar umhverfisvænni byggingar í framtíðinni. Endurnýting byggingarefna er eitthvað sem menn…
180720 - Flakk - Flakk um byggingarefni framtíðar 2. þáttur
Þjóðir heims þurfa að minnka kolefnissporið, þetta er búið að skjalfesta með rannsóknum og samkomulagi meðal þjóða. Byggingaiðnaðurinn skilur eftir sig um 30 - 40%, og því er vert…
11072020 - Flakk - Flakk um bygginarefni framtíðar 1. þáttur
Villtu búa í kubbahúsi eða kannski plasthúsi? Hvað er verið að rannsaka hjá Rannsóknarstofu byggingaiðnaðarins? Við skoðum kubbahús, og heyrum að plasthúsi og heimsækjum Nýsköpunarmiðstöð…
04072020 - Flakk - Flakk um útivistarsvæði borgarinnar
Miðborgin í Reykjavík er að breytast mjög hratt frá því að vera bílaborg yfir í göngu- og mannvænlega miðborg. Miklar deilur hafa staðið um Laugaveginn og Borgarlínu. Ný torg eru að…
27062020 - Flakk - Flakk um Listasafn Reykjavíkur Hafnarhúsi
Hugmyndalistafólk er dulspekingar frekar en rökhyggjufólk. Þau hrapa að ályktunum sem ekki nást með rökum. Hér er vitnað í bandaríska listamanninn Sol de Witt, en verk hans eru nú…
300052020 - Flakk Flakk um Ártúnshöfða - 2.þáttur
Undirtitill: Tillögur 5 nemenda á öðru ári í arkitektúr við Listaháskóla Íslands
23052020 - Flakk - Flakk um Ártúnshöfða - 1.þáttur
Undirtitill: Tillögur 5 nemenda á öðru ári í arkitektúr við Listaháskóla Íslands
16052020 - Flakk um nýtt deiliskipulag í Hamraborg í Kópavogi
Hvernig verða miðbæir til?Í vangaveltum Pálmars Kristmundssonar arkitekts, sem er höfundur væntanlegarar deilskipulagsgerðar fyrir Hamraborg í Kópavogi segir:
09052020 - Flakk um nýtt deiliskipulag í Skerjafirði
Eins og allir vita hefur mikið verið byggt í Reykjavík síðustu ár, margt hefur tekist vel, annað ekki eins vel. Sum af þessu hverfum eru keimlík, stallaðar blokkir með mislitum framhliðum,…
02052020 - Flakk - Flakk um smáhýsi fyrir heimilislausa - 2.þáttur
Fyrir skömmu var fjallað um smáhýsi fyrir heimilislausa hér á Flakkinu, og m.a. sagt frá samþykktu deiliskipulagi nokkurra húsa við Héðinsgötu í Laugarnesinu. Þetta skipulag var kært,…
11042020 - Flakk - Flakk um smáhýsi fyrir heimilislausa
Fjallað um smáhýsi, sem voru hönnuð að Steinari Sigurðssyni arkitekt, sem nú er látinn. Hann rak stofun Teikn arkitektaþjónusta. Skilaboð samfélagsins eru: Haldið ykkur heima, þá er…
04042020 - Flakk - Flakk um skipulag
Á tímum inniveru, setjumst við niður og ræðum skipulagsmál. En til hvers er skipulag? Borgir þenjast út eða þéttast og breytast en geta borgir þróast án skipulags? Erum við að skipuleggja…
14032020- Flakk - FLakk um Orkureitinn við Suðurlandsbraut
Rætt hefur verið um þéttingu byggðar margoft á Flakkinu, og rýnt í hugmyndafræðina á bakvið þéttingu byggðar. Tilvalið er að taka reiti sem eru úr sér gengnir, svæði þar sem var ákveðin…
29022020 - Flakk - Fjallað um Kristínu Guðmundsdóttur híbýlafræðing
Í bók Halldóru Arnardóttur listfræðing segir um Kristínu, "hún kom heim með ameríska eldhúsið". Kristín Guðmundsdóttir fór tvítug til náms í Chicago, hana dreymdi um að verða arkitekt,…
22022020 - Flakk - Flakk um Arkitektúr - líkama og skynjun - síðari þá
málþing sem bar yfirskriftina Arkitektúr - Líkami og skynjun og var haldið í Veröld hús Vigdísar þann 6. febrúar. Þar var sagt frá nýjum áherslum í arkitektúr við hönnun og byggingar…
15022020 - Flakk - Flakk um Arkitektúr - líkama og skynjun
Hvernig getur arkitektúr stutt við meðferðir, haft áhrif á velferð einstaklinga og styrkt klíníska ferla heilbrigðisstarfsfólks? Listaháskóli Íslands (LHÍ), Arkitektafélag Íslands…
08022020 - Flakk - Flakk um Valhöll og þéttingu byggðar
Höfum við verið á réttri leið með þéttingu byggðar? Hver var hugmyndafræðin í upphafi? Samkvæmt fræðunum er tilvalið að þétta byggð á yfirgefnum atvinnusvæðum, hverfishlutum sem eru…
01022020 - Flakk - Flakk um Aldin Biodome við Elliðaár
Aldin Biodome er gróðurhvelfing sem Hjördís Sigurðardóttir matvæla- og skipulagsfræðingur hefur lagt grunnin að. Frá 2015 hefur mikil þróunarvinna átt sér stað varðandi bygginguna…
18012020 - Flakk - Flakk um eignarhald á almenningsrými
Forsendur eru breyttar. Með mikilli uppbyggingu í borginni hefur eignarhald á landi milli bygginga breyst, landið er komið í eignasöfn fjárfestingafyrirtækja, sem bera því ábyrgð á…
04012020 - Flakk - Fjallað um framtíðarsýn í arkitektúr og þróun
Samkvæmt allri umræðu um loftlagsbreytingar er ljóst að við verðum að bregðast við. Þáttur dagsins fjallar svolítið um þetta. Hvað sjá gestir þáttarins fyrir sér í framtíðinni? Rætt…
21122019 - Flakk - Flakk um piparkökuhús
Saga piparkökuhússins er eiginlega frá örófi alda. Ekki fannst mikið um þetta á íslensku en ýmislegt uppá ensku. Piparkökur eða gingerbread var t.d. borðað í Róm til forna, einnig…
14122019 - Flakk - Flakk um húsgagnahönnun á Íslandi
Íslensk húsgagnaframleiðsla var í miklum blóma á tímabilinu 1950-1975 eða allt þar til innflutningur húsgagna var gefinn frjáls og enn leynast víða húsgögn frá þeim tíma. Á þessum…
07122019 - Flakk - Flakk um nýtt hverfaskipulag í Áræjarhverfi
Árbæjarhverfi er fyrsta skipulagða úthverfi Reykjavíkur og nú í nokkur ár hefur staðið yfir skipulagsvinna að bæta og laga eldri byggðir borgarinnar. Árbæjarhverfi er það fyrsta og…
Flakk - Flakk um tvær vistvænar byggingar í Reykjavík
C 40 var alþjóðleg samkeppni sem fyrrverandi borgarstjórar New York og Parísar efndu til þar sem 40 borgum víðs vegar um heiminn bauðst að hanna vistvæn hús til framríðar. Reykjavík…
Flakk - Flakk um ný bænahús í Reykjavík
Ásatrúarmenn byggja Hof í Öskjuhlíðinni, Magnús Jensson arkitekt er hönnuður hofsins. Allri steypuvinnu er lokið og vonast ásatrúarmenn til að geta sett þak yfir miðhluta hofsins fyrir…
16112019 - Flakk - Flakk um Kirkjusand
Á Kirkjusandi er verið að byggja, á gömlu Strætólóðinni og í kringum Íslandsbanka, það er mikil saga á þessu svæði, en við plokkum aðeins úr skýrslu Borgarsögusafns og stiklum á stóru…
26102019 - Flakk - Flakk um Oddeyri á Akureyri
Fram yfir 1870 var lítill grundvöllur til byggðar á Oddeyri. Þar var enga vinnu að hafa og langt að sækja í kaupstaðinn (gömlu Akureyrina) enda kom vegur milli bæjarhlutanna ekki fyrr…
19102019 - Flakk - Flakk um Lækjargötu í Reykjavík
Við heimsækjum elsta hluta Reykjavíkur og ræða um uppbyggingu og breytingar sem þegar hafa verið ákveðnar og það sem mögulega verður. Ég bendi hlustendum á skýrslu Borgarsögusafns…
12102019 - Flakk - Flakkað um Auðbrekku í Kópavogi
Kópavogur byrjaði að byggjast um og uppúr seinni heimstyrjöldinni. Það var mjög erfitt að fá lóðir í Reykjavík og fólk flyktist í vesturbæ Kópavogs og byggði sér hús. Þar er elsti…
05102019 - Flakk - Fjallað um smgönguáætlun
Allt frá árinu 1995 til 2018 hefur ökutækjafloti Íslendinga vaxið um 4% á ári, eða frá 132 þúsund í 309 þúsund. Með ökutækjum er átt við allar bifreiðar og bifhjól sem heimilt er að…
28092019 - Flakk - Flakk um Háskólasvæðið
Uppúr 1930 reis Gamli Garður á Háskólalóðinni og aðalbygging Háskóla Íslands var tekin í notkun árið 1940, en HÍ var stofnaður árið 1911 en var þá til húsa í Alþingishúsinu við Austurvöll.
Flakk um Búsetaformið og Þorpið - Vistfélag
Það hentar ekki öllum að kaupa dýra eignaríbúð. Leitað hefur verið leiða til að byggja hagkvæmar íbúðir. Búsetaformið sem hefur verið við líði hér á landi frá 1983 hefur reynst vel…
31082019 - Flakk - Flakk um Gufunes (Fríríki frumkvöðlanna)
Orri Steinarsson arkitekt ásamt félögum sínum á stofu hans í Rotterdam deiliskipuleggja nú nýtt byggingasvæði í Gufunesi í Reykjavík. Áburðarverksmiðjan byggði heilmikið í kringum…
24082019 - Flakk - Flakk um Flensborgarhöfn og Fornubúðir í Hafnarfirð
Nú er verið að vinna að nýju skipulagi fyrir suðurhöfnina í Hafnarfirði, þar sem nýtt hús Hafrannsóknarstofnunar er að rísa. Ýmsar hugmyndir eru á lofti með svæðið sem nú hefur aðallega…
Flakk - Fjallað um Siguður Guðmundsson arkitekt (endurtekinn frá 2016
Fjallað um Sigurð Guðmundsson arkitekt sem var uppi snemma á síðustu öld. Sigurður teiknaði nokkuð margar stórbyggingar í Reykjavík, svo sem Austubæjarskóla, Sjómannaskólann, Hafnarhúsið,…
27072019 - Flakk - Flakk um Hlíðarendareit
Nú er verið að byggja á Hlíðarenda við Valsvöllinn, á landi sem Íþróttafélagið Valur átti, einnig er búið að deiliskipuleggja í Skerjafirði, svo segja má að þegar sé verið að þrengja…
20072019 - Flakk - Fjallað um nýtt timburstórhýsi Hafró í Hafnarfirði
Nú um stundir rís heljarinnar timburhús í Hafnarfirði, þangað mun Hafrannsóknarstofnun flytja innan tíðar, þetta er fyrsta timburstórhýsið á landinu og við ætlum að forvitnast nánar…
13072019 - FLakk - Að búa til ofurlítinn skemmtireit - flakk um almenn
Hið íslenska bókmenntafélag gaf út bókina Að búa til ofurlítinn skemtigarð eftir Einar E. Sæmundsen garðyrkjufræðing og landslagsarkitekt á síðasta ári.
06072019 - FLakk - FLakk um Efstaleiti
Helgi Mar Hallgrímsson arkitekt hjá Arkþingi er einn þeirra hönnuða sem koma að hönnun við Efstaleiti, auk Arkþings sem sá um deiliskipulagið, kom Tark og Hornsteinar að verkinu. Helgi…
11052019 - Flakk - Flakk um Hafnartorg
Uppbyggingin í miðborg Reykjavíkur hefur vakið athygli flestra og flestir hafa ýmsar skoðanir á útliti og skipulagi, hvað er verið að byggja, hvers konar íbúðir og hver á að reka verslanir…
27042019 - Flakk - Flakk um Bjag Leiguíbúðafélag
Fyrstu verkamannabústaðir hér á landi risu við Hringbraut í Reykjavík uppúr 1930. Og nú níutíu árum síðar minnir sagan á sig því fyrsta skóflustungan að hundrað fimmtíu og fimm leiguíbúðum…
Flakk - Fjallað um Laugaveg göngugötu
Breyting Laugavegar í Reykjavík í göngugötu hefur verið umdeild allar götur síðan lokanir hafa verið framkvæmdar á sumrin og stundum í desember. Kaupmenn eru ekki sáttir við lokun…
13042019 - Flakk - Flakk um Urriðaholt í Garðabæ
Það hefur tekist misjafnlega að skipuleggja ný hverfi undanfarin ár. Grafarholt og Grafarvogur eru orðin nokkuð gróin, en ýmislegt við þau að athuga svona eftir á að hyggja. Nú rísa…
06042019 - Flakk - Fjallað um Borgarlínu
Sagt er að Höfuðborgarsvæðið sé jafnstórt og París, þ.e. 18 hverfi sjálfrar Parísar og þar búa yfir tvær milljónir manna en hér á höfuðborgarsvæðinu búa tvöhundruð og tutttugu þúsund…
30032019 - Flakk - Flakkað um Naustreit
Bæði nýbyggingar og endurbyggingar standa nú á svokölluðum Naustreit vestur í bæ. Þarna er mikil saga útgerðar og alls konar iðnaðar fyrra tíma í Reykjavík. Nú er ristið þarna Hótel…
23032019 - Flakk um Brynjureit
Þingvangur hefur staðið fyrir uppbyggingu á Hljómalindarreit og Brynjureit undanfarin árin. Hljómlindarreitur er klár með uppgerðum húsum og nýbyggingum, Hótel Canopy tekur stóran…
Flakk - Flakk um nýjan miðbæ í Mosfellsbæ
Það er verið að byggja nýjan miðbæ í Mosfellsbæ, en er það hægt? Hvernig fer maður að því að búa til nýjan miðbæ. Það eru ýmsir sem koma að hönnun svæðisins sem er ekki ýkja stórt,…
Flakk - Flakk um Kvosarskipulagið frá 1986
Unga fólkið sem er að koma undir sig fótunum í dag, finna starfsferilinn, eignast heimili og eiga börn muna ekki eftir Ráðhúslausri Reykjavík, að ekki var hægt að ganga í kringum Tjörnina,…
Flakk - Flakk um Barónsreit
Bakvið gamla Landsbankann að Laugavegi 77 hafa nú risið nýjar 5 hæða byggingar við Hverfisgötu og reiturinn þéttur uppað Laugavegi, einnig er búið að færa Laugaveg 73 inná reitinn…
Flakk - Fjallað um nýtt skipulag Vogabyggðar
Fyrir nokkrum árum hófst mikil uppbygging í Reykjavík, enda aðkallandi þörf fyrir nýjar íbúðir. Fyrst í stað virtust þó byggingakranarnir aðeins vera að sinna hótelbyggingum en samkvæmt…
Flakk - Fjallað um Guðjón Samúelsson arkitekt
3. febrúar 1919 útskrifaðist Guðjón Samúelsson arkitekt frá Akademíunni í Kaupmannahöfn. Hann var fyrstur Íslendinga að ljúka háskólaprófi í arkitektúr eftir aldamótin þarsíðustu.
Flakk - Flakkað um Kringlureit
Gengið frá Vinnumálstofnun við Kringluna (Gamla Morgunblaðshúsið) í fylgd Halldóru Bragadóttur arkitekts hjá Kanon arkitektum, en stofan hefur lokið rammaskipulagi um reitinn fyrir…
Flakk - fjallað um skyndifriðun á Landsímareit
Fjallað um skyndifriðun Minjarstofnunar á hótelbyggingu við Landsímareit. Lindarvatn er framkvæmdaaðili en friðunin stendur í 6 vikur eða þar til menntamálaráðherra samþykkir eða hafnar…
Flakk - Flakkað um ný verslunarrými í miðborginni
Gengið frá horni Frakkastígs og Laugavegar niður að Hverfisgötu, síðan vestur Hverfisgötu að Hafnartorgi. Gengið með Herði Ágústssyni verslunarmanni í Macland, rætt um öll þessi nýju…
Flakk - Mannlíf milli húsa - fjallað um arkitektinn Jan Gehl
Að þessu sinni er fjallað um bók Jan Gehls arkitekts Mannlíf milli húsi, sem kom út árið 1971, en er í fullu gildi í dag og hefur verið þýdd um allan heim. Bókin kom út á íslensku…
29122018 - Flakk um innbæinn á Akureyri - 3.þáttur
Flakk - Flakk um innbæinn á Akureyri - 3. þáttur
Flakk - Flakk um innbæinn á Akureyri - 2.þáttur
Haldið áfram að ganga eftir Fjörunni á AKureyri. Hafnarstræti, Lækjargata og Aðalstræti í fylgd Harðar Gestssonar ljósmyndara og starfsmanns Minjasafnins á Akureyri.
Flakk - Flakkað um innbæinn á Akureyri
Gengið frá Samkomuhúsinu á Akureyri og fremeftir Aðalstræti að Lækjargötu í fylgd Harðar Geirssonar sem starfar hjá Minjasafni Akureyrar. Hann segir frá fólki fyrr og nú sem býr eða…
Flakk - Flakk um framtíðararkitektúr
Í tilefni af 100 ára fullveldi Íslands, lítum við til framtíðar í byggingalist.
Flakk - Fjallað um Anda Reykjavíkur - síðari þáttur
Gengið frá horni Hafnarstræti gengið frá Aðalstræti, síðan Bankastræti, Laugvegur og endað á Hjartatorgi í fylgd Hjörleifs Stefánssonar arkitekts. Rætt um uppgjör og endurbyggingu…
Flakk - Fjallað um anda Reykjavíkur - fyrri þáttur
Fjallað um bókina Andi Reykjavíkur eftir Hjörleif Stefánsson arkitekt. Bókin kom út ári 2008 en nú rísa nýbyggingar í miðborginni hver á fætur annari. Tekst vel til eða erum við að…
Flakk - Flakk um Vatnsmýrina - síðari þáttur
Farið í heimsókn í Vatnsmýrina öðru sinni. Guðjón Friðriksson rifjar upp minningar úr Tívolí. Einnig rætt við Ragnar Bjarnason sönvara um Vetrargarðinn sem var skemmtistaður sem tvennar…
Flakk - Flakk um Vatnsmýrina - fyrri þáttur
Farið í heimsókn í gamla flugturninn á Reykjavíkurflugvelli en hann er friðaður í fylgd Friðþórs Eydal hjá Isavia, turninn er illa farinn og ekki hefur verið ákveðið hvað þar verður…
Flakk - Flakk um braggann í Nauthólsvík
Farið í heimsókn í Braggann umdeilda í Nauthólsvík. Viðtal við Guðnýju Gerði Gunnarsdóttur endurtekið frá 2010, þegar bragginn var í algerri niðurníðslu, rætt um möguleika á stríðsminjasafni…
Flakk - Flakk um viðlagasjóðshúsin í Keilufelli
Farið í Keilufell í Breiðholti en þar voru byggð nokkur viðlagasjóðshús á mettíma árið 1973 - 74. Í dag eru fáir frumbyggjar eftir í húsunum en hverfið orðið gróið og vinalegt. Farið…
Flakk - Flakkað meðal spámanna
Þátturinn var áður á dagsrkrá í febrúar 2009
Flakk - Flakk um Hlemm - Síðari þáttur
Farið á Hlemm öðru sinni í fylgd Guðjóns Friðrikssonar sagnfræðings, rætt um fortíð, nútíð og framtíð. Hann segir frá búskap, spilavítinu Ásinum og fl.
Flakk - Flakk um Hlemm fyrri þáttur
Flakkað um Hlemm og umhverfi í fylgd Guðjóns Friðrikssonar sagnfræðings og farið í heimsókn á Hlemmur Square og Rauða kross búðina. Einnig er fjallað um Strætó og rætt við Hlemmara…
Flakk - Flakk um Pósthúsið í miðbænum
Nú lokar pósthúsið í Pósthússtræti líklega um áramót og flyst þjónusta þess og pósthússins á Seltjarnarnesi í Bændahöllina vestur í bæ.
Flakk - Flakkað um Eiðistorg á Seltjarnarnesi
Í kjölfar Flakks um verslunarkjarna í Breiðholti verður farið á Eiðistorg á Seltjarnarnesi. Eins og flestir verslunarkjarnar í borginni hefur það líka farið í gegnum niðurlægingar…
Flakk - Flakkkað um Fella- og Hólahverfi - síðari þáttur
111 Reyjavík
Flakk - Flakk um Fella- og Hólahverfi - fyrri þáttur
Þetta er langhlaup
Flakk um listskreytingar á byggingum
Farið í heimsókn í Ásmundarsal á Skólavörðuholti en húsið var nýlega opnað á ný eftir uppgjör og smávægilegar breytingar. Aðalheiður Magnúsdóttir er núverandi eigandi og hefur hug…
Flakk - Flakk um Miðstræti, Bókhlöðustíg og Laufásveg - síðari þáttur
Gengið spöl um Miðstræti, síðan Bókhlöðustíg niður úr og inná Laufásveg að Miðbæjarskóla. Guðjón Friðriksson sagnfræðingur segir frá bygginga- og íbúasögu, en frá mörgu er að segja…
26.05.2018
Flakk - Flakkað um Miðstræti í Reykjavík - fyrri þáttur
Gengið frá horni Skálholtsstígs og Miðstrætis eftir Miðstræti. Miðstræti hefur að geyma eina heillegustu mynd glæsilegra timburhúsa frá upphafi síðustu aldar. Guðjón Friðriksson sagnfræðingur…
Flakk - Flakkað um Ytri Njarðvík - síðari þáttur
Haldið áfram að ganga Borgarveginn í Ytri Njarðvík í fylgd Hallfríðar Þórarinsdóttur mannfræðings. Gengið niður að höfninni, rætt um íbúa, tíðaranda, vinnu á vellinum, fisk og fleira.
Flakk - um Ytri Njarðvík - fyrri þáttur
Flakkað um Ytri Njarðvík, sem í raun rennur alvega saman við Keflavík, eða sveitarfélagið Reykjanesbæ. Borgarvegurinn gengin, sem er elsta gata Njarðvíkur í fylgd Hallfríðar Þórarinsdóttur…
Flakk um Skerjafjörð - síðari þáttur
Skerjafjörðurinn heimsóttur öðru sinni. Gengið Einarsnes, Bauganes, Skeljanes og Fáfnisnes í fylgd Katrínar Guðmundsdóttur sem er fædd, uppalin og rótgróin íbúi í Skerjafirðinum. Fyrri…
Flakk um Skerjafjörð - fyrri þáttur
Farið í Skerjafjörð og gengið þar um Bauganes í fylgd Katrínar Guðmundsdóttur sem er fædd og uppalin í Bauganesinu og keypti síðan hús foreldra sinna. Katrín lýsir fyrri tíð og segir…
Flakk - Snert á arkitektúr síðari þáttur
Haldið áfram að fjalla um bókina Snert á arkitektúr eftir Sigrúnu Ölbu Sigurðardóttur og Daneil Reuter. Rætt við fjóra af 8 arkitektum sem rætt er við í bókinni. Sigrún Birgisdóttir…
Flakk - Snert á arkitektúr fyrri þáttur
Bókin Snert á arkitektúr eftir Sigrúnu Ölbu Sigurðardóttur menningarfræðing og Daniel Reuter kom út í haust. Í bókinni er leitast við að nálgast arkitektúr með samtölum við 8 arkitekta.
Flakk um Sörla- og Faxaskjól - síðari þáttur
Farið i heimsókna í Sörla- og Faxaskjól öðru sinni. Faxaskjól gengið við sjóinn í fylgd Péturs Ármannssonar arkitekts og farið í heimsókn til Harðar Áskelssonar organista í Hallgrímskirkju…
Flakk um Ægisíðu, Sörlaskjól og Faxaskjól - fyrri þáttur
Gengið frá Ægisíðu 123 og sagt frá horfnum byggingum og búðum, skipulagi, fólki o.fl. í fylgd Péturs Ármannsson byggingalistfræðings og arkitekts. Síðan farið í Sörlaskjól á göngustíg…
Flakk um Landsbókasafn Háskólabókasafn 3. þáttur
Farið í heimsókn í Landsbókasafn Háskólabókasafn í Þjóðarbókhlöðunni í þriðja og síðasta sinn. Að þessu sinni er rætt við nokkra notendur safnsins, m.a. Pétur Gunnarsson rithöfund,…
Flakk um Landsbókasafn Háskólabókasafn 2. þáttur
Farið í heimsókn í Landsbókasafn Háskólabókasafn öðru sinni, en safnið er 200 ára í ár. Ólafur Engilberts kynningarstjóri segir frá núverandi og væntanlegum sýningum vegna afmælisárs…
Flakk um Landsbókasafn Háskólabókasafn 1. þáttur
Gengið um safnið í fylgd Ingibjargar Steinunnar Sverrisdóttur landsbókavarðar, en hún segir frá sögu safnsins sem er 200 ára í ár, og því ein elsta stofnun landsins. Farið er í heimsókn…
Flakk um Tómasarhaga fyrri þáttur
Grímstaðaholtið var fyrst byggt á miðri 19 öld, um aldamótin 1900 voru tómthúsbýlin 20, og um 90. íbúar. Tómasarhagi er ein af götum holtsins. Pétur Ármannsson arkitekt segir frá byggingum,…
Flakk um Aðalstræti þriðji þáttur
Rætt við Guðfinnu Eydal sálfræðing sem býr efst í Grjótagötunni og hefur gert frá 1980, húsið var nánast endurbyggt, skipt um glugga, kjallari dýpkaður og litir fundnir. Afar fallegt…
Flakkað um Aðalstræti annar þáttur
Gengið í fylgd Guðjóns Friðrikssonar sagnfræðings frá Aðalstræti 7, upp Fishersund og Mjóstræti í Grjótaþorpinu. Rætt um sögu, verslanir, íbúa og fleira. Staldrð við í Gröndalshúsi,…
Flakk um Aðalstræti
Umsjón: Lísa Pálsdóttir.
Flakkað um Húsaskólann 3. þáttur
Fjallað um Leiklistarskóla leikhúsanna Húsaskólann sem var rekinn af leikhúsunum veturinn 1974-75. Þá voru tveir leiklistarskólar í Reykjavík, hinn var Leiklistarskóli S.Á.L. Samtaka…
Flakkað um SÁL skólann annar þáttur
SÁL skólinn var rekinn frá 1972 1975 fyrir honum stóðu Samtök áhugafólks um leiklistarnám. Fjallað um skólann öðru sinni. Rætt er við kennarana Helgu Hjörvar og Hilde Helgason og…
Flakkað um Leiklistarskóla SÁL - fyrsti þáttur
Fjallað um Leiklistarskóla SÁL (Samtök áhugafólks um leiklistarnám). Blásið var til fundar í Norræna húsinu í júlí 1972, um haustið hófst kennsla við kvöldskóla að Fríkirkjuvegi 11.
Flakkað um 4 nýja veitingastaði á og við Hverfisgötu
Í fylgd Dominique Plédel formanns Slow food á Íslandi, mat og víngæðings eru Kaffi Vínyl Hverfisgötu 76, Port 9 við Veghúsastíg, Essensía Hverfisgötu 6 og Geiri Smart Hverfisgötu 30…
Flakkað um tvö kjallarasöfn og einn safngrip
Björn G. Björnsson sýningarstjóri segir frá 50 ára afmælissýningu Sjónvarpsins í Útvarpshúsinu, þar má skoða margt og mikið sem tengist bæði útvarpi og sjónvarpi í gegnum tíðina. Viðtalið…
Flakkað um Sigvalda Thordarson arkitekt síðari þáttur
Í fylgd Péturs H Ármnnssonar arkitekts er farið að fjórum húsum Sigvalda Thordarsonar, Ægisíðu 80, Hjálmholt 12, blokk við Skaftahlíð og að lokum að Kleifarvegi 3. Pétur segir frá…
Flakkað um Sigvalda Thordarson arkitekt fyrri þáttur
Fjallað um Sigvalda Thordarson arkitekt 1911 til 1964. Farið að raðhúsum í Skeiðarvogi, í Lindarhverfi i Kópavogi, þar sem hann byggði hús fyrir starfsmenn SÍS og í Hrauntungu í Kópavogi…
Flakkað um matarmenningu á Íslandi
Umdjón: Lísa Pálsdóttir
Flakkað um miðborgina með Degi B. Eggertssyni, seinni þáttur.
Gengið með Degi B. Eggertssyni borgarstjóra á Hverfisgötu, upp Vatnsstíg og niður Laugaveg að Lækjargötu. Rætt er um framkvæmdir, hans sýn á borgina og hvernig yfirvöld bregðast við…
Flakkað um miðborgina, fyrri þáttur
Fyrri þáttur þar sem Lísa Pálsdóttir flakkar með Degi B. Eggertssyni borgarstjóra um miðborgina. Einnig er rætt við Ottó Tynes, íbúa við Laugaveg og Guðbjörgu Hjálmarsdóttur í versluninni…
Flakkað um Kársnes í Kópavogi síðari þáttur
Á Kársnesi úir og grúir af alls konar húsum, sum eru ekkert sérlega falleg, en sóma sér vel í margbreytileikanum. Flakkað um Kársnes í Kópavogi öðru sinni laugardag 15.október kl.
Flakkað um Kársnes í Kópavogi fyrri þáttur
Gengið norður með Kársnesinu í Kópavogi, fjallað um nýtt deiliskipulag, sögu og fólk sem þarna hefur búið í fylgd Frímanns Inga Helgasonar kennara, Kópavogsbúa og meðlim í Sögufélagi…
Flakkað um Gamla Sjónvarpshúsið og Rúv í Efstaleiti
Bogi Ágústsson fréttamaður fær ekkert nostalgíukast við að heimsækja gamla vinnustaðinn að Laugavegi 176 farið í heimsókn í húsið sem Saga film hefur haft til umráða um tíma, en er…
Flakkað um Marshallhúsið og Marshall hjálpina síðari þáttur
Einar Benediktsson fyrrverandi sendiherra segir frá afstöðu sinni til Marshall hjálparinnar, sem hann segir hafa breytt öllu. Hann segir frá skömmtun og höftun fyrri tíma og fl.
Flakkað um Marshallhúsið og Marshallhjálpina fyrri þáttur
Farið í heimsókn í Marshallhúsið á Granda í fylgd Ásmundar Hrafns Sturlusonar arkitekts, en hann og félagi hans Steinþór Kári Kárson arkitekt hjá Kurt og Pí eiga veg og vanda að uppgjöri…
Flakkað um hús í niðurrifshættur í miðbænum
Flakkað um svokallaðan Barónsreit í miðbæ Reykjavíkur í fylgd Snorra Freys Hilmarssonar leikmundahöfundar og höfundar bókarinnar 101 Tækifæri. Rætt um heillegar götumyndir, hús sem…
Flakkað um Íslenska bæinn í Austur-Meðalholtum
27. ágúst 2016
Flakkað um Landspítala - síðari þáttur
Farið í heimsókn á Landspítala og fjallað um af hverju þarf að byggja upp spítalann við Hringbraut og það sem fyrst. Gengið um sjúkrahúsið, rætt suttlega um sögu hans og fl.
Flakkað með bíladellukörlum
Fjallað um ameríska bíla frá 1950-1970 og Mercedes Benz, drauma og uppgjör á gömlum bílum.
Flakkað um Rögnvald Ólafsson arkitekt
Rögnvaldur Ólafsson var fyrsti íslenski arkitektinn og hafði nóg að gera eftir að hann kom frá námi í tíma heimastjórnar á Íslandi. Það vantaði allt. Kirkjur, skóla og heimili fyrir…
Flakkað um Sigurð Guðmudsson arkitekt
Sigurður Guðmundsson nam við Listaakademiuna í Kaupmannahöfn og flutti til Íslands þegar hann fékk það verkefni að teikna Austurbæjarskólann, og segja má að skólinn hafi verið lokaverkefni…
Flakkað um torg í biðstöðu
Flakkað um torg í biðstöðu
Flakkað um Landspítalalóðina
Gengið um Landspítalalóðina í fylgd Hilmars Þórs Björnssonar arkitekts, rætt um sögu og tilvonandi framkvæmdir. Núverandi byggingar og kaos á lóðinni, eins og hún lítur út núna. Þarna…
Flakkað um flokkshollustu
30. apríl 2016
Flakkað um ættfræði
Hverra manna ertu?
Flakkað um Unnarstíg og Drafnarstíg við Landakot 2 þáttur af 2
Gengið Unnarstíg og Drafnarstíg í fylgd Guðjóns Friðrikssonar sagnfræðings. Saga húsa og íbúa sögð, en göturnar við Landakot eru allar kenndar við sjóinn. Svo sem Hrannarstígur, Marargata…
FLakkað um Landakot og nágrenni - fyrri þáttur
Guðjón Friðriksson sagnfræðingur segir frá fyrstu byggð á Landakotshæðinni í vesturbæ Reykjavíkur, gengið niður Hrannarstíg og inn Marargötu. Þetta eru litlar götur og almenningur…
Flakkað um Myndlistarskóla Reykjavíkur
Faið í heimsókn í Myndlistarskóla Reykjavíkur sem er til húsa í JL húsinu vestur í bæ. Rætt við skólastjóra, brautarstjórnendur og nokkra nemendur. Fjallað um mjög svo mismunandi nám…
Flakkað súkkulaðiegg og páska
Í flakkinu í dag er fjallað um sögu páskana, páskaeggja og súkkulaði útum allt.
Flakkað um Háskólasvæðið - síðari þáttur
Pétur Ármannsson arkitekt segir frá arkitektum og þróun bygginga á Háskólalóðinni gengið að Háskólatorgi og síðan yfir Suðurgötu, rætt um Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í tungumálum,…
Flakkað um byggingasögu Háskóla Íslands - fyrri þáttur
12. mars 2016
Flakkað um Bræðraborgarstíg - síðari þáttur
Jón Smali og Gvendur dúllari. Viðurnefni hafa alltaf verið til á Íslandi, kannski voru þau fleiri í gamla daga, en margir þeirra sem bjuggu við Bræðraborgarstíg áttu sér viðurnefni.
Flakkað um Bræðraborgarstíg - fyrri þáttur
Guðjón Friðriksson sagnfræðingur segir sögu götunnar, gengið frá Vesturgötu að Öldugötu. Eldeyjar-Hjalti bjó á númer 8. Sveinn rak flottasta bakarí í bænum á nr. 1 og Jón Sím bakaði…
Flakkað um uppbyggingu í miðborginni
HVer byggir, hver ræður, hver á?
Flakkað um ólöglegt vinnuafl
Fjallað um ólöglegt vinnuafl á Íslandi. Fyrst heyrðum við af slíku þegar Kárahnjúkar risu, og þá var bæði um að ræða brot á kjarasamningum og léglegur aðbúnaður. Með aukningu ferðamanna…
Flakkað um við- og tengibyggingar
6. febrúar 2016