Flakk

Flakk - Flakk um nýjan miðbæ í Mosfellsbæ

Það er verið byggja nýjan miðbæ í Mosfellsbæ, en er það hægt? Hvernig fer maður því búa til nýjan miðbæ. Það eru ýmsir sem koma hönnun svæðisins sem er ekki ýkja stórt, og er ofan við þann verslunarkjarna sem þegar er fyrir hendi. Sigurður Einarsson arkitekt hjá Batteríinu gerði deiliskipulag svæðinu árið 2010, síðan hefur því verið breytt hluta og þrjár stofur koma þessum breytingum, en það eru Ólafur Axelsson hjá VA arkitektum, Oddur Víðisson hjá DAP og Páll Gunnlaugsson hjá Ask.  Mosfellsbær fékk kaupstaðarréttindi árið 1987, í janúar 2018 voru íbúar rúmlega 10.500 en eins og í öðrum sveitafélögum hér á höfuðborgarsvæðinu stækkar bærinn og það vantar húsnæði, því verða töluvert margar misstórar íbúðir í nýja miðbænum. Tekið er smá rölt um svæðið með Ólafi Axelssyni arkitekt hjá VA arkitektum, og í stúdíói sitja svo Haraldur Sverrisson bæjarstjóri og Bjarki Bjarnason forseti bæjarstjórnar en hann er einn höfunda um sögu Mosfellsbæjar.

Frumflutt

9. mars 2019

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Flakk

Flakk

Lísa Pálsdóttir flakkar um borg og bý.

Þættir

,