Flakk
Lísa Pálsdóttir flakkar um borg og bý.
Borgin blés til viðburðar á netinu fyrir skömmu undir yfirskriftinni uppbygging íbúða í Reykjavík og græna planið. Hér var verið að kortleggja framtíðina eins og borgaryfirvöld vilja sjá hana. Þarna var margt jákvætt á ferðinni svo það sé tekið fram og í tveimur þáttum ætlum við að ræða hugmyndafræðina og bak við þessa stefnu, heyra gagnrýnisraddir og skoða hvort planið sé raunhæft. Í þessum fyrra þætti er rætt við Björn Teitsson mastersnema í borgarfræðum, Ástu Logadóttur rafmagnsverkfræðing og birtusérfræðing, og Dag B. Eggertsson borgarstjóra og heyrum nánar af þessari áætlun.
Lísa Pálsdóttir flakkar um borg og bý.