Flakk

03102020 - Flakk - Flakk um Austurbakkann í Reykjavíkurhöfn

Gífurlegar breytingar hafa orðið á höfuðborginni síðasta áratuginn. Heilu íbúðahverfin rísa vítt og breytt um borgina og sömuleiðis fjölgar þjónusturýmum í hverfum og ekki síst í miðborginni. Auk þess hefur íbúðum fjölgað í miðborginni. Sitt sýnist hverjum um þessa uppbyggingu, en óneitanlega eru margir staðir sem hafa hreinlega verið í óreiðu, malarbílaplön og ómarkvissar byggingar horfið með þéttingu og nýju skipulagi. Austuhöfnin er í hjarta borgarinnar og hafnarsvæði eru ávalt aðlaðandi. eru nýjar byggingar birtast hægt og bítandi, og eitt 5 stjörnu hótel á svæði sem var áður fyrr lagt undir gáma, fiskmarkað og hafnartengda starfsemi sem er flutt í Sundahöfn. Það eru 30 ár síðan menn byrjuðu huga nýju skipulagi fyrir þetta svæði og ýmislegt hefur mönnum svo sem dottið í hug á leiðinni eins og hraðbraut í gengnum Tollhúsið, sem betur fer varð ekkert af því. Í þættinum skoðum við okkur um á Austurbakkanum, í fylgd Halldórs Eiríkssonar arkitekts hjá Tark arkitektum og í stúdíó anddyri sitja Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi og Sveinn Björnsson framkvæmdastjóri Íslenskra fasteigna en félagið er eigandi íbúðarbyggingum á Austubakkanum. Byrjað er á teiknistofunni hjá Tark arkitektum

Frumflutt

3. okt. 2020

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Flakk

Flakk

Lísa Pálsdóttir flakkar um borg og bý.

Þættir

,