Flakk

Flakkað súkkulaðiegg og páska

Í flakkinu í dag er fjallað um sögu páskana, páskaeggja og súkkulaði útum allt.

Súkkulaðiegg og lambasteik tilheyra páskunum. En eru páskarnir eingöngu trúarhátíð, hver er saga þeirra? Og hvenær byrjuðum við borða súkkulaðiegg?

Árni Björnsson þjóðháttafræðingur segir frá hvernig eggin fóru tilheyra páskum, en hænurnar byrjuðu verpa aftur eftir veturinn og leiguliðar þurftu gjalda klaustrum og öðrum eigendum jarða skatt, og á vorin voru það eggin, þeir sem fengu of mikið gáfu börnunum gjarnan umframegg, því annars hefðu þau fúlnað. Páskarnir voru til löngu fyrir kristni, en sláturtíð hófst vori eftir föstu, og þá voru páskarnir eins konar vorhátíð.

Í Færeyjum skreyttu börnin hænuegg á laugardeginum fyrir páska, þau voru soðin í tei eða matarlit og síðan máluð. Páskadagsmorgun var svo farið í brekkuna og eggjunum kastað upp, og síðan gripin þegar þau rúlluðu niður, og svo var alltaf lambasteik, segir Marenza Poulsen matreiðslumeistari um siði og venjur í Færeyjum. Sér er siður í hverju landi, því fyllt súkkulaðiegg og málshættir eru svolítið íslenskt fyrirbæri.

Súkkulaðibaunin verður vera afbragðsgóð

Segir Hafliði Ragnarsson súkkulaðimeistari hjá Mosfellsbakaríi, sem hannar og býr til dýrindisegg, ólík þeim sem við eigum venjast en eins í laginu. Hann hefur búið til og selt þessi einstöku egg um nokkurra ára skeið í bakaríinu sínu. Þeir Kjartan Gíslason og Karl Viggó Vigfússon súkkulaðimeistarar hjá Omnom eru sama sinnis um baunina, og það er mest spennandi finna nýjar góðar baunir og prófa sig áfram með ýmis brögð svo sem sjávarsalt, chili og fleira spennandi. Hafliði ætlar m.a. prófa tómata í súkkulaðið, og svo gjarnan nota súkkulaði í sósur segir Marenza. Súkkulaði og aftur Súkkulaði í Flakkinu um páskana.

Frumflutt

26. mars 2016

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Flakk

Flakk

Lísa Pálsdóttir flakkar um borg og bý.

Þættir

,