Flakk

Flakkað um ættfræði

Hverra manna ertu?

Hver hefur ekki fengið þessa spurningu í æsku, þegar komið var í heimsókn til vina í fyrsta sinn. Ættfræði áhugi Íslendinga er mikill, en þó ekki einstakur. Flakkað verður um ættfræði kl. 1500, laugardag á Rás 1. Þátturinn var áður á dagskrá í nóvember 2013.

Frá Íslandi til Brasilíu

Oddur Helgason hefur ekki bara verið með nefið ofan í neftóbaksdósinni um æfina, hann er á kafi í ættfræði og rekur ættir Íslendinga til Brasilíu og víðar. Þorsteinn Jónsson sagnfræðingur réðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur þegar hann ákvað gefa út bókaröðina Reykjavík 1910, fólkið sem breytti í borg, hann hefur þegar gefið út fjórar, en þær verða minnsta kosti tíu, þegar upp verður staðið. Margir nýta sér ættfræðina líka við skrif á sögulegum skáldsögum, það gerði Eyrún Ingadóttir sagnfræðingur, þegar hún skrifaði bókina Ljósmóðirin, en hún hefur einnig haldið námskeið í ættfræðigrúski.

Frumflutt

23. apríl 2016

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Flakk

Flakk

Lísa Pálsdóttir flakkar um borg og bý.

Þættir

,