Flakk

Flakk - Flakk um braggann í Nauthólsvík

Farið í heimsókn í Braggann umdeilda í Nauthólsvík. Viðtal við Guðnýju Gerði Gunnarsdóttur endurtekið frá 2010, þegar bragginn var í algerri niðurníðslu, rætt um möguleika á stríðsminjasafni og uppgjöri á bragganum.

Heimsókn í Braggann eins og hann lítur út í dag með Páli V. Bjarnasyni arkitekt, húsin skoðuð og rætt um hvernig hefur til tekist.

Daði Agnarsson er rekstrarstjóri Braggans en þar er Stúdentakjallari Háskólans í Reykjavík, auk annara rýma sem ætluð eru fyrir nemendur og starfsfólk HR. Rætt um kjallarann og útivistarsvæðið.

Rætt við Pétur Ármannsson byggingalistfræðing og sérfræðing hjá Minjastofnun Íslands um lög og reglur varðandi friðun húsa.

Frumflutt

20. okt. 2018

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Flakk

Flakk

Lísa Pálsdóttir flakkar um borg og bý.

Þættir

,