Flakk

Flakkað um Sigurð Guðmudsson arkitekt

Sigurður Guðmundsson nam við Listaakademiuna í Kaupmannahöfn og flutti til Íslands þegar hann fékk það verkefni teikna Austurbæjarskólann, og segja skólinn hafi verið lokaverkefni hans í námi. Skólinn var framúrskarandi nútímalegur og með þeim bestu á Norðurlöndunum þó víðar væri leitað. Sigurður teiknaði margar stærri byggingar landisins, svo sem Þjóðminjasafnið, Gamla Garð, Grund, Stýrimannaskólann, Hafnarhúsið, Hallgrímskirkju við Saurbæ, auk fjölda íbúðarhúsa. Gengið frá Austurbæjarskóla, Freyjugötu, Bergstaðastræti og endað við Þjóðminjasafnið og Hringbraut 26 sem er íbúðarhús eftir hann.

Rætt við Pétur Ármannsson arkitekt um byggingalist Sigurðar, staldrað við nokkur húsa hans og sagt frá ferli hans í fjórgang

Farið í heimsókn Bergstaðastræti 74 a en það hús byggði Jón Stefánsson málari í félagi við Ásgrím Jónsson málara. Birgir Sigurðsson rithöfundur og Elsa Vestmann Stefánsdóttir búa í húsinu nú. Rætt við Elsu og um húsið, sögu og búsetu.

Frumflutt

21. maí 2016

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Flakk

Flakk

Lísa Pálsdóttir flakkar um borg og bý.

Þættir

,