Flakk

Flakkað um Húsaskólann 3. þáttur

Fjallað um Leiklistarskóla leikhúsanna Húsaskólann sem var rekinn af leikhúsunum veturinn 1974-75. Þá voru tveir leiklistarskólar í Reykjavík, hinn var Leiklistarskóli S.Á.L. Samtaka áhugafólks um leiklistarnám. Þetta var þriðja rekstrarár þess skóla. Í þessum þriðja og síðasta þætti um leiklistarnám í byrjun áttunda áratugarins er rætt við Þórunni Sigurðardóttur fyrrverandi listrænan stjórnanda Listahátíðar um lokaritgerð hennar um leiklistarkennslu á Íslandi. Einnig er rætt við leikkonurnar Lilju Guðrúnu Þorvaldsdóttur, Eddu Björgvinsdóttur og Kolbrúnu Halldórsdóttur sem allar voru í Húsaskólanum, Pétur Einarsson leikara og fyrsta skólastjóra Leiklistarskóla Íslands. Einnig heyrast raddir Gísla Rúnars Jónssonar leikara og leikstjóra og Þórhildar Þorleifsdóttur leikstjóra.

Umsjón: Lísa Pálsdóttir.

Frumflutt

18. feb. 2017

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Flakk

Flakk

Lísa Pálsdóttir flakkar um borg og bý.

Þættir

,