Flakk

13052021 ? Flakk ? Flakk um nýja stúdentagarða í Stakkahlíð

Stúdentagarðar hafa risið í Reykjavík í mörg undanfarin ár, og eru víða í borginni, við ætlum huga nýjum görðum í Stakkahlíðinni bakvið Kennaraháskólann í dag. Rætt er við þau Guðrúnu Björnsdóttur framkvæmdastjóra Félagstofnunar Stúdenta og Böðvar Jónsson framkvæmdastjóra Byggingafélags námsmanna. Við skoðum einning teikningar og heimsækjum þessa nýju garða í fylgd arkitektsins Helga Mar Hallgrímssonar hjá Arkþing Nordic. Gamli garður er fyrsti stúdentagarðurinn hér á landi, og Guðmundur Hálfdánarson prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands sagði frá í Flakki árið 2011 á afmælisári Háskólans, hvernig stúdentar söfnuðu sjálfir fyrir Gamla Garði, hann segir frá lífinu á garðinum, Garðsböllum, rannsóknaræfingum og fl.

Frumflutt

13. maí 2021

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Flakk

Flakk

Lísa Pálsdóttir flakkar um borg og bý.

Þættir

,