Flakk

19102019 - Flakk - Flakk um Lækjargötu í Reykjavík

Við heimsækjum elsta hluta Reykjavíkur og ræða um uppbyggingu og breytingar sem þegar hafa verið ákveðnar og það sem mögulega verður. Ég bendi hlustendum á skýrslu Borgarsögusafns númer 126 frá árinu 2005 en þar er sagt frá upphafi byggðar í Kvosinni, við skulum grípa aðeins niður í upphaf hennar..................

Svæðið sem afmarkast af Kirkjutorgi, Skólabrú, Lækjargötu, Vonarstræti og Templarasundi, var óbyggt þegar Reykjavík fékk kaupstaðaréttindi árið 1786. Svæðið var þá hluti af Austurvelli, sem upprunalega var tún Víkurbænda og náði frá Aðalstræti austur Læknum og frá sjónum í norðri suður Tjörninni. . Skömmu eftir Reykjavík fékk kaupstaðaréttindi var Dómkirkjunni þó valinn staður suðaustan til á vellinum og var hún reist þar á árunum 1787-1796. Upp úr því fór svæðið sunnan við kirkjuna, þ.e.a.s. reiturinn sem hér um ræðir, smám saman byggjast.

Húsið Skólabrú 2, næsta hús austan við húsaröðina við Kirkjutorg. Húsið teiknaði Rögnvaldur Ólafsson arkitekt og er þetta eitt fárra íbúðarhúsa úr steinsteypu sem hann hannaði. Við hönnun hússins leitaðist Rögnvaldur við brjótast undan hefðbundinni húsagerð timburhúsanna og móta sjálfstæðan stíl fyrir steinsteypt hús. Húsið er því brautryðjendaverk í hönnun steinsteypuhúsa og hafði mótandi áhrif sem slíkt, en steinsteypt íbúðarhús af þessari gerð, svokallaðar villur, urðu vinsæl hér á landi á öðrum og þriðja áratugi 20. aldar og settu einkum svip á hverfi hinna efnameiri.

Húsin Skólabrú 2 og Lækjargata 10, sem standa litlu austar, eru í góðu samræmi við húsaröðina sunnan Dómkirkjunnar. Þessi hús skyggja ekki á kirkjuna ef horft er frá Lækjargötu og hafa bæði mikið gildi fyrir umhverfi hennar og Skólabrúar. Við ætlum einnig ræða um Lækjargötu 10, en kannaðar hafa verið möguleikar byggja aftan við það hús, hvort sem af verður eða ekki. Rætt er við Margréti Harðardóttur arkitekt frá Studio Granda og Hjörleif Stefánsson arkitekt. Einnig rætt við Sigurboru Ósk Haraldsdóttur borgarfulltrúa og Ólaf Torfason stjórnarformann Íslandshótela.

Frumflutt

19. okt. 2019

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Flakk

Flakk

Lísa Pálsdóttir flakkar um borg og bý.

Þættir

,