Morgunvaktin

Allt flókið og viðkvæmt þegar kemur að bóluefnaflutningi

Einhver verðmætasti, og mikilvægasti, farmur sem berst til landsins um þessar mundir eru bóluefni við Covid-19. Í hvert skipti sem skammtar koma hingað eru það Júlía Rós Atladóttir og hennar fólk hjá fyrirtækinu Distica sem sér um viðtökuna, geymsluna og dreifinguna. Þetta er flókið ferli þar sem ekkert fara úrskeiðis - Júlía Rós kom til okkar og sagði frá þessu öllu saman.

Geldingadalir og Meradalir, þetta eru þau örnefni sem við heyrum hvað oftast í fréttunum þessa dagana ásamt auðvitað Fagradalsfjalli. En hvers vegna ætli Meradalir heiti Meradalir? Við spurðum því, meðal annars í ljósi þess vitað er ábúendur á Hrauni, jörðinni sem Meradalir tilheyra, áttu í byrjun 18. aldar aðeins eina meri. Birna Lárusdóttir fornleifafræðingur og sérfræðingur á Árnastofnun sagði frá örnefnum á gosstöðvunum.

Ýmislegt bendir til þess mygla og raki í húsnæði geti haft vond áhrif á röddina okkar. Talsvert hefur verið fjallað um myglu í skólum og er talin hætta á raddir barna og kennara í skólahúsum þar sem mygla er, geti skaðast. Dr. Valdís Ingibjörg Jónsdóttir, raddmeina- og talfræðingur, er raunar á því hæsi og versnandi raddheilsa geti verið fyrsta merki um rakaskemmdir og myglu. Ágúst Ólafsson fréttamaður á Akureyri ræddi þessi mál við Valdísi.

Umsjónarmenn Morgunvaktarinnar eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Tónlist:

You're my world - Cilla Black

Anyone who had a heart - Cilla Black

Allt mitt líf - Elly Vilhjálms

Birt

14. apríl 2021

Aðgengilegt til

13. júlí 2021
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson, Þórunn Elísabet Bogadóttir og Vera Illugadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.